Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 26. júní 2022 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glazer fjölskyldan gerir allt brjálað með því að taka út pening
Joel Glazer, meðlimur í Glazer fjölskyldunni.
Joel Glazer, meðlimur í Glazer fjölskyldunni.
Mynd: Getty Images
Glazer fjölskyldan, bandarískir eigendur Manchester United, halda áfram að gera allt vitlaust á meðal stuðningsfólks félagsins.

Glazer fjölskyldan hefur ekki gert mikið til að afla sér vinsælda eftir að hún tók við stjórnartaumum hjá félaginu í setepmber árið 2003.

Þeir eru duglegir að taka pening út úr félaginu og núna á dögunum voru þeir að borga sjálfum sér 11 milljónir punda í arð.

Þetta hefur verið harðlega gagnrýnt af hörðustu stuðningsmönnum United í ljósi þess hvernig staðan er innan vallar. United var að enda við það að eiga skelfilegt tímabil og félagið er ekki búið að kaupa einn leikmann í sumar.

Gary Neville, fyrrum leikmaður United, er á meðal þeirra sem gagnrýna þessa ákvörðun. „Þetta er ekki í lagi á þessum tímapunkti þegar það þarf að fjárfesta í liðinu, leikvanginum og æfingasvæðinu,” segir Neville.
Athugasemdir
banner
banner