Það er risaleikur í Bestu deildinni á eftir þegar KR mætir Breiðabliki. Svo eru þrír leikir á morgun og einn leikur á mánudaginn í 16. umferð deildarinnar. Nú þegar er búið að spila einn leik í 16. umferð en KA vann 2-0 sigur á ÍA í þeim leik.
Við fengum Leif Þorsteinsson, þáttastjórnanda hlaðvarpsins Chess After Dark, til að spá í leikina sem eru framundan í Bestu deildinni.
Við fengum Leif Þorsteinsson, þáttastjórnanda hlaðvarpsins Chess After Dark, til að spá í leikina sem eru framundan í Bestu deildinni.
KR 4 - 2 Breiðablik (17:00 í dag)
Líklega stærsti leikur sumarsins. KR-ingarnir mæta trítilóðir til leiks á nýja gervigrasinu í pakkfullu Frostaskjóli. Halla Árna líður reyndar vel þar og freistar þess að sigla yfir KR-inga sem eru enn að smíða nýtt fley og berjast við að halda sjó þessa dagana. EG9 setur alltaf eitt, mögulega fleiri. 4-2 lokatölur.
Vestri 1 - 1 ÍBV (14:00 á morgun)
Vestri skorar snemma eftir skæri & fyrirgjöf utan af kanti frá Gunnari Jónasi. Davíð Smári stillir á cruise control og ÍBV komast hvorki lönd né strönd fyrr en Gussi klippir Sverri Pál niður í teignum undir lok leiks, rautt spjald. Vicente Calor er spænskur og má ekki sjá rautt öðruvísi en að tryllast. Hann gengur nautýgur að Guzcut en fær augnaráð frá hliðarlínunni og róast snarlega. Víti dæmt og 1-1 lokatölur.
Valur 3 - 1 FH (19:15 á morgun)
Valur maður í hverju rúmi hjá toppliðinu gegn ástríðu-FH sem þurfa halda þéttar um budduna. Heimir öllum hnútum kunnugur á Hlíðarenda og líklegur til að veita Tufa skráveifu, sérstaklega ef spáin rætist og við fáum tíu gráður og rigningu. FH hafa þó ekki litið nógu vel út síðan þeir misstu Gyrði Hrafn og Ástbjörn til KR. Þeir skildu stórt skarð eftir sig sem mun taka tíma að fylla. Kjartan Kári skorar en það dugir ekki til því Jónatan Ingi verður á deginum sínum. 3-1 lokatölur.
Fram 1 - 0 Víkingur R. (19:15 á morgun)
Það er að koma á daginn það sem flestum átti þegar að vera ljóst, Rúnar Kristins er bara kóngurinn. Fram tapaði síðast í byrjun júní en Víkingar eru enn með óbragð í munninum eftir síðustu umferð. Þorri og stóri bróðir Caden Mclagan, nýjasta leikmanns Gróttu mynda hryggjarstykkið í feykisterkri vörn Fram sem Víkingum mun ekki takast vinna bug á. Már og Fred galdra fram mark sem dugir.
Stjarnan 1 - 2 Afturelding (19:15 á mánudag)
Hrannar Snær heldur áfram góðu gengi sumarsins og skorar með góðum skalla á fjærstönginni eftir fyrirgjöf frá Georgi Bjarnasyni sem er nýkominn til baka eftir erfiðan sólsting. Georg er kallaður Goggins í Mosfellsbænum, mentality monster. Jölli Ball er flottur en Maggi.net birtir þessa spá líklega ekki nema ég kroti tvist hér.
Steindi og Sveppi fara skellihlæjandi inn í Verslunarmannahelgina.
Fyrri spámenn:
Ási Haralds (5 réttir)
Eggert Aron (5 réttir)
Aron Guðmunds (4 réttir)
Atli Barkar (4 réttir)
Maggi Matt (4 réttir)
Eyþór Aron Wöhler (3 réttir)
Þór Llorens (3 réttir)
Valur Gunnars (2 réttir)
Hinrik Harðar (2 réttir)
Einar Jónsson (2 réttir)
Halldór Smári (2 réttir)
Fanndís Friðriks (2 réttir)
Andrea Rut (1 réttur)
Kári Sigfússon (1 réttur)
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 16 | 9 | 4 | 3 | 28 - 21 | +7 | 31 |
2. Valur | 15 | 9 | 3 | 3 | 39 - 20 | +19 | 30 |
3. Víkingur R. | 15 | 9 | 3 | 3 | 27 - 16 | +11 | 30 |
4. Fram | 15 | 7 | 2 | 6 | 23 - 19 | +4 | 23 |
5. Stjarnan | 15 | 6 | 3 | 6 | 25 - 26 | -1 | 21 |
6. Vestri | 15 | 6 | 1 | 8 | 13 - 14 | -1 | 19 |
7. Afturelding | 15 | 5 | 4 | 6 | 18 - 20 | -2 | 19 |
8. FH | 15 | 5 | 3 | 7 | 25 - 20 | +5 | 18 |
9. ÍBV | 15 | 5 | 3 | 7 | 14 - 21 | -7 | 18 |
10. KA | 16 | 5 | 3 | 8 | 16 - 31 | -15 | 18 |
11. KR | 16 | 4 | 5 | 7 | 36 - 38 | -2 | 17 |
12. ÍA | 16 | 5 | 0 | 11 | 16 - 34 | -18 | 15 |
Athugasemdir