Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
   þri 26. ágúst 2025 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Botnliðið í viðræðum um að fá Danny Ings
Danny Ings í leik með enska landsliðinu á Laugardalsvelli fyrir nokkrum árum.
Danny Ings í leik með enska landsliðinu á Laugardalsvelli fyrir nokkrum árum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sheffield United er í viðræðum við sóknarmanninn Danny Ings um að fá hann á frjálsri sölu.

Hinn 33 ára gamli Ings hefur verið án félags frá því hann yfirgaf West Ham fyrr í sumar. Samningur hans þar var ekki endurnýjaður.

Sheffield United vonast til að ganga frá samningi við Ings í þessari viku en það er búið að panta fyrir hann læknisskoðun fyrir skipti til félagsins.

Ings er mjög reynslumikill leikmaður en hann hefur alls skorað 72 mörk í ensku úrvalsdeildinni með West Ham, Aston Villa, Southampton, Liverpool og Burnley.

Hann hefur þá spilað þrjá landsleiki fyrir England og skorað eitt mark. Einn af þessum landsleikjum var gegn Íslandi.

Sheffield United hefur farið illa af stað í ensku Championship-deildinni en liðið er án stiga eftir þrjá leiki. Það myndi án efa styrkja liðið að ganga frá samningi við Ings.
Athugasemdir
banner
banner