Tímabilið byrjar mjög illa hjá West Ham en Jarrod Bowen, fyrirliði liðsins, var illa fyrir kallaður eftir tap liðsins gegn Wolves í deildabikarnum í kvöld.
West Ham er án stiga eftir tvær umferðir í úrvalsdeildinni. Liðið tapaði gegn nýliðum Sunderland 3-0 og Chelsea 5-1. West Ham var með 2-1 forystu í kvöld þegar Jorgen Strand Larsen kom inn á og skoraði tvennu og tryggði Wolves 3-2 sigur.
West Ham er án stiga eftir tvær umferðir í úrvalsdeildinni. Liðið tapaði gegn nýliðum Sunderland 3-0 og Chelsea 5-1. West Ham var með 2-1 forystu í kvöld þegar Jorgen Strand Larsen kom inn á og skoraði tvennu og tryggði Wolves 3-2 sigur.
Leikurinn fór fram á Molineux, heimavelli Wolves, en í leikslok reifst Bowen við stuðningsmenn West Ham sem gerðu sér ferð á leikinn.
Tomas Soucek og öryggisverðir á vellinum komu í veg fyrir að þetta færi algjörlega úr böndunum og Soucek kom Bowen í burtu. Bowen skrifaði afsökunarbeiðni á Instagram í kvöld.
„Ég vil byðja stuðningsmenn afsökunar á viðbrögðum mínum í kvöld. Ég er ástríðufullur maður og mun berjast í hvert skipti sem ég stíg inn á völlinn. En ég þarf að vera betri fyrirmynd og þið aðdáendur vitið hversu mikið ég elska ykkur og þetta félag!“ Skrifaði Bowen.
Jarrod Bowen has apologised on social media for his conduct following West Ham's Carabao Cup exit. pic.twitter.com/bYXYYtlWTl
— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 26, 2025
Athugasemdir