Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
   þri 26. ágúst 2025 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið kvöldsins: Hákon Rafn, Alfons og Benoný fá tækifæri
Mynd: Brentford
2. umferð enska deildabikarsins hefst í kvöld. Úrvalsdeildarlið hefja leik og þá eru nokkur Íslendingalið í eldlínunni.

Hákon Rafn Valdimarsson fær tækifæri í markinu hjá Brentford sem heimsækir Bournemouth í úrvalsdeildarslag. Alfons Sampsted spilar sinn fyrsta leik á tímabilinu fyrir Birmingham þegar liðið fær Port Vale, sem leikur í C-deildinni, í heimsókn. Lewis Koumas er á láni frá Liverpool hjá Birmingham og spilar sinn fyrsta leik. Willum Þór Willumsson er ekki í hópnum.

Stefán Teitur Þórðarson er í byrjunarliði Preston sem fær Wrexham í heimsókn í Championship slag. Þá er Benoný Breki Andrésson í byrjunarliði Stockport sem heimsækir Wigan.

Wolves og West Ham eigast við í úrvalsdeildarslag, Sunderland fær Huddersfield í heimsókn og Leeds heimsækir Sheffield Wednesday.





Athugasemdir
banner