Valur er á toppi bestu deildarinnar með 37.stig þremur stigum á undan Víking Reykjavík sem situr í öðru sæti deildarinnar. Afturelding sem var um miðja deild í þægilegum málum er komið í fallsæti með 21.stig. svo það má segja að bæði liðin þurfi nauðsynlega á þremur stigum að halda í baráttunum sem liðin eru í.
Lestu um leikinn: Valur 4 - 3 Afturelding
Srdjan Tufegdzic gerir 4 breytingar á sínu liði frá tapinu í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Adam Ægir Pálsson, Sigurður Egill Lárusson, Aron Jóhansson og Stefán Þór Ágústsson koma allir inn í liðið. Patrick Pedersen er frá út tímabilið eftir að hann sleit hásin gegn Vestra á Föstudag, Frederik Schram og Bjarni Mark Antonsson eru ekki í leikmannahópi Val í kvöld. Kristinn Freyr Sigurðsson fær sér sæti á bekknum. Athygli vekur að Ögmundur Kristinsson og Birkir Heimisson eru mættir á bekkinn hjá Val.
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar gerir tvær breytingar á sínu liði frá jafnteflinu gegn KA. Hrannar Snær Magnússon og Bjartur Bjarmi Barkarson koma báðir inn í lið Aftureldingar. Aron Jóhansson er utan hóps hjá Aftureldingu í dag og þá fær Oliver Sigurjónsson sér sæti á bekknum.
Byrjunarlið Valur:
25. Stefán Þór Ágústsson (m)
4. Markus Lund Nakkim
7. Aron Jóhannsson
8. Jónatan Ingi Jónsson
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Albin Skoglund
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
20. Orri Sigurður Ómarsson
22. Marius Lundemo
23. Adam Ægir Pálsson
Byrjunarlið Afturelding:
1. Jökull Andrésson (m)
3. Axel Óskar Andrésson
4. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
6. Aron Elí Sævarsson (f)
8. Aron Jónsson
16. Bjartur Bjarmi Barkarson
20. Benjamin Stokke
21. Þórður Gunnar Hafþórsson
25. Georg Bjarnason
28. Aketchi Luc-Martin Kassi
77. Hrannar Snær Magnússon
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 20 | 11 | 5 | 4 | 38 - 25 | +13 | 38 |
2. Valur | 19 | 11 | 4 | 4 | 47 - 28 | +19 | 37 |
3. Stjarnan | 20 | 10 | 4 | 6 | 38 - 32 | +6 | 34 |
4. Breiðablik | 19 | 9 | 5 | 5 | 34 - 29 | +5 | 32 |
5. FH | 20 | 7 | 5 | 8 | 37 - 32 | +5 | 26 |
6. Vestri | 20 | 8 | 2 | 10 | 21 - 23 | -2 | 26 |
7. KA | 20 | 7 | 5 | 8 | 23 - 35 | -12 | 26 |
8. Fram | 20 | 7 | 4 | 9 | 28 - 28 | 0 | 25 |
9. ÍBV | 20 | 7 | 4 | 9 | 21 - 27 | -6 | 25 |
10. KR | 20 | 6 | 5 | 9 | 41 - 43 | -2 | 23 |
11. Afturelding | 19 | 5 | 6 | 8 | 24 - 30 | -6 | 21 |
12. ÍA | 19 | 5 | 1 | 13 | 20 - 40 | -20 | 16 |