Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
   þri 26. ágúst 2025 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Crystal Palace missir af báðum skotmörkunum sínum
Bilal El Khannouss virðist ekki á förum frá Leicester.
Bilal El Khannouss virðist ekki á förum frá Leicester.
Mynd: Leicester City
Enska úrvalsdeildarfélagið Crystal Palace var á dögunum sterklega orðað við þá Bilal El Khannouss og Tyler Dibling. Palace seldi Eberechi Eze til Arsenal í síðustu viku og er í leit að skapandi leikmanni í hans stað.

Dibling fór frá Southampton til Everton og nú greinir Sky Sports frá því að viðræður Leicester og Crystal Palace um El Khannouss hafi dottið upp fyrir sig.

Það sé vegna þess að Leicester, sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor, sé búið að selja Justin james til Leeds og Kasey McAteer til Ipswich og þurfi ekki að selja fleiri leikmenn til að halda sér innan PSR markanna. PSR reglurnar passa upp á að félög eyði ekki um of á markaðnum.

El Khannouss var efstur á óskalistanum hjá Palace, Leicester var tilbúið að samþykkja 35 milljóna punda tilboð í Marokkóann en Palace fór aldrei svo hátt í viðræðunum.

Palace er núna orðað við Christos Tzolis hjá Club Brugge, Yeremy Pino hjá Villarreal og Christoph Baumgartner hjá RB Leipzig.
Athugasemdir