Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
   þri 26. ágúst 2025 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Farinn til Leverkusen eftir átján ár hjá Real Madrid (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bayer Leverkusen krækti í dag í spænska bakvörðinn Lucas Vazquez. Hann kemur til félagsins á frjálsri sölu frá Real Madrid og skrifar undir tveggja ára samning við Leverkusen.

Vazquez hefur verið á mála hjá Real síðan 2007 þegar hann kom inn í unglingaliðið. Hann fór í gegnum C- og B-lið Real Madrid og var á láni hjá Espanyol áður en hann kom inn í aðalliðshópinn, þá orðinn 24 ára gamall.

Vazquez, sem er 34 ára Spánverji, getur bæði spilað bakvörð og á kantinum. Hann vann spænsku deildina fjórum sinnum með Real og Meistaradeildina fimm sinum.

Hann á að fylla í skarðið sem Jeremie Frimpong skildi eftir með félagaskiptum sínum til Liverpool í sumar og mun berjast við Arthur frá Brasilíu um sæti í byrjunarliðinu.


Athugasemdir