Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
   þri 26. ágúst 2025 20:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guimaraes um Isak: Erfið staða fyrir mig sem fyrirliði
Mynd: EPA
Framtíð Alexander Isak hjá Newcastle er í lausu lofti en hann hefur verið orðaður við Liverpool í sumar.

Samband hans við Newcastle virðist vera handónýtt og hann æfir einn þessa dagana. Bruno Guimaraes, fyrirliði Newcastle, sagði eftir dramatískan sigur Liverpool gegn Newcastle í gær að hann vonast til að Isak verði áfram hjá félaginu.

„Ég hef ekki verið í neinu sambandi við hann. Þetta er mjög erfið staða fyrir mig sem fyrirliði og aðra leikmenn því við viljum hafa okkar bestu menn til taks. Við höfum enga stjórn á þessu," sagði Guimaraes.

„Félagið sér um þetta og ég vona að þetta leysist á sem bestan hátt. Við söknum framherjans okkar. Við finnum auðvitað fyrir því þegar leikmaður sem skoraði rúmlega 20 mörk í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð er ekki á svæðinu. Ég vona að við fáum okkar besta leikmann aftur en því miður er þetta staða sem hvorki ég né annar leikmaður hefur stjórn á."
Athugasemdir