Framtíð Alexander Isak hjá Newcastle er í lausu lofti en hann hefur verið orðaður við Liverpool í sumar.
Samband hans við Newcastle virðist vera handónýtt og hann æfir einn þessa dagana. Bruno Guimaraes, fyrirliði Newcastle, sagði eftir dramatískan sigur Liverpool gegn Newcastle í gær að hann vonast til að Isak verði áfram hjá félaginu.
Samband hans við Newcastle virðist vera handónýtt og hann æfir einn þessa dagana. Bruno Guimaraes, fyrirliði Newcastle, sagði eftir dramatískan sigur Liverpool gegn Newcastle í gær að hann vonast til að Isak verði áfram hjá félaginu.
„Ég hef ekki verið í neinu sambandi við hann. Þetta er mjög erfið staða fyrir mig sem fyrirliði og aðra leikmenn því við viljum hafa okkar bestu menn til taks. Við höfum enga stjórn á þessu," sagði Guimaraes.
„Félagið sér um þetta og ég vona að þetta leysist á sem bestan hátt. Við söknum framherjans okkar. Við finnum auðvitað fyrir því þegar leikmaður sem skoraði rúmlega 20 mörk í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð er ekki á svæðinu. Ég vona að við fáum okkar besta leikmann aftur en því miður er þetta staða sem hvorki ég né annar leikmaður hefur stjórn á."
Athugasemdir