Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Írlands, valdi í dag landsliðshóp fyrir leiki gegn Ungverjalandi og Armeníu í undankeppni HM.
Fyrirsagnarefni fjölmiðla tengist því að hann hafi ekki valið hinn reynslumikla Seamus Coleman.
Þessi 36 ára varnarmaður missti af vináttulandsleikjum gegn Senegal og Lúxemborg vegna meiðsla og hefur verið ónotaður varamaður í fyrstu tveimur leikjum Everton í ensku úrvalsdeildinni.
Þrátt fyrir að hann sé heill heilsu og leikfær þá ákvað Heimir að velja ekki Coleman sem hefur verið fyrirliði írska hópsins síðan 2016.
Fyrirsagnarefni fjölmiðla tengist því að hann hafi ekki valið hinn reynslumikla Seamus Coleman.
Þessi 36 ára varnarmaður missti af vináttulandsleikjum gegn Senegal og Lúxemborg vegna meiðsla og hefur verið ónotaður varamaður í fyrstu tveimur leikjum Everton í ensku úrvalsdeildinni.
Þrátt fyrir að hann sé heill heilsu og leikfær þá ákvað Heimir að velja ekki Coleman sem hefur verið fyrirliði írska hópsins síðan 2016.
Írland mætir Ungverjalandi í Dublin þann 6. september og mun svo ferðast til Armeníu og mæta heimamönnum þremur dögum síðar.
Þetta eru fyrstu leikir Írlands í undankeppninni fyrir HM en Portúgal er hitt liðið í riðlinum.
Markverðir: Caoimhin Kelleher (Brentford), Gavin Bazunu (Southampton), Mark Travers (Everton).
Varnarmenn: Matt Doherty (Wolverhampton Wanderers), Jake O'Brien (Everton), Nathan Collins (Brentford), Dara O'Shea (Ipswich Town), Jimmy Dunne (Queens Park Rangers), Bosun Lawal (Stoke City), Liam Scales (Celtic), Ryan Manning (Southampton).
Miðjumenn: Josh Cullen (Burnley), Jason Knight (Bristol City), Jack Taylor (Ipswich Town), Killian Phillips (St. Mirren).
Sóknarmenn: Evan Ferguson (AS Roma), Troy Parrott (AZ Alkmaar), Adam Idah (Celtic), Finn Azaz (Middlesbrough), Sammie Szmodics (Ipswich Town), Chiedozie Ogbene (Ipswich Town), Kasey McAteer (Ipswich Town), Mikey Johnston (West Bromwich Albion).
Athugasemdir