Tékkneski varnarmaðurinn Ladislav Krejcí fer í læknisskoðun hjá Wolves í vikunni en félagið er að kaupa hann frá spænska félaginu Girona fyrir 26 milljónir punda.
Hann er 26 ára verður fimmti leikmaðurinn sem Vitor Pereira fær til Wolves í sumar.
Hann á að baki eitt tímabil með Girona þar sem hann spilaði 35 leiki en liðið var í fallbaráttu í La Liga en hélt sæti sínu. Hann var hjá Spörtu Prag í fimm ár þar á undan og vann tvo tékkneska meistaratitla.
Hann er 26 ára verður fimmti leikmaðurinn sem Vitor Pereira fær til Wolves í sumar.
Hann á að baki eitt tímabil með Girona þar sem hann spilaði 35 leiki en liðið var í fallbaráttu í La Liga en hélt sæti sínu. Hann var hjá Spörtu Prag í fimm ár þar á undan og vann tvo tékkneska meistaratitla.
Úlfarnir hafa í sumar fengið baverðina Jackson Tchatchoua og David Möller Wolfe ásamt sóknarleikmönnunum Fer Lopez og Jhon Arias.
Jörgen Strand Larsen var keyptur á 23 milljónir punda eftir að hafa verið á láni frá Celta Vigo en Wolves hafnaði 50 milljóna punda tilboði í hann í gær. Þeir vilja halda Larsen en gluggadagurinn er á mánudaginn.
Úlfarnir hafa tapað báðum leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni án þess að skora mark.
Athugasemdir