Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
banner
   þri 26. ágúst 2025 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lindelöf spenntur fyrir Fiorentina - Everton sýnir áhuga
Mynd: EPA
Fiorentina er í viðræðum við Viktor Lindelöf, fyrrum varnarmann Man Utd.

Lindelöf er án félags eftir að hann yfirgaf Man Utd eftir síðustu leiktíð.

Fabrizio Romano greindi frá því í morgun að viðræður væru í gangi. Hann segir enn fremur að þær gangi mjög vel.

Everton heyrði einnig hljóðið í sænska varnarmanninum en samkvæmt Romano vill Lindelöf hefja nýjan kafla á Ítalíu.

Fiorentina gerði 1-1 jafntefli gegn Cagliari í fyrstu umferð ítölsku deildarinnar en Albert Guðmundsson lagði upp mark liðsins á Rolando Mandragora.
Athugasemdir