Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
   þri 26. ágúst 2025 19:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mikill áhugi á Mainoo
Mynd: EPA
Sky Sports greinir frá því að fjöldi félaga á Englandi og annars staðar í Evrópu hafi áhuga á að kaupa Kobbie Mainoo, miðjumann Man Utd.

Mainoo hefur verið ónotaður varamaður í fyrstu tveimur leikjum liðsins á tímabilinu. Ruben Amorim hefur sagt að Mainoo sé í samkeppni við Bruno Fernandes, fyrirliða liðsins, um sæti í liðinu.

Man Utd vill ekki losa sig við þennan tvítuga miðjumann og hann hefur heldur ekki tjáð félaginu að hann vilji fara.

Mainoo hefur spilað 72 leiki fyrir aðallið United og var í stóru hlutverki hjá Erik ten Hag. Það er hins vegar ekki sama staða hjá Amorim sem er með færri miðjumenn í sínu kerfi.
Athugasemdir
banner