Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
   þri 26. ágúst 2025 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tvær fæddar 2009 framlengja við Víking
Kvenaboltinn
Mynd: Víkingur
Víkingur hefur framlengt við tvo efnilega leikmenn út árið 2027. Það eru þær Arna Ísold Stefánsdóttir og Anika Jóna Jónsdóttir.

Þær eru báðar fæddar 2009 og spiluðu sína fyrstu leiki í efstu deild á síðasta tímabili. Arna Ísold hefur komið við sögu í fimm leikjum í sumar og skorað eitt mark. Anika hefur komið við sögu í tveimur leikjum.

Víkingur er í 9. sæti Bestu deildarinnar þegar fjórar umferðir eru fram að úrslitakeppni. Liðið er stigi frá öruggu sæti og þremur stigum frá sæti í topp sex. Næsti leikur Víkings verður gegn Tindastóli á útivelli á fimmtudag.

Úr tilkynningu Víkings
Einnig spila þær báðar stórt hlutverk í 3. og 2. flokki félagsins. Báðar eiga þær landsleiki fyrir yngri landslið Ísland, Anika hefur spilað nítján leiki og Arna átta leiki.

Það verður gaman að fylgjast með þeim báðum áfram á vellinum í sumar með Víkingsliðinu og er Knattspyrnudeild Víkings er afar ánægð að hafa tryggt sér krafta þeirra til næstu ára.
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 15 13 1 1 61 - 11 +50 40
2.    FH 14 10 2 2 35 - 17 +18 32
3.    Þróttur R. 14 9 2 3 27 - 15 +12 29
4.    Valur 15 7 3 5 22 - 21 +1 24
5.    Þór/KA 14 7 0 7 27 - 25 +2 21
6.    Stjarnan 14 5 1 8 19 - 30 -11 16
7.    Fram 14 5 0 9 20 - 38 -18 15
8.    Tindastóll 14 4 2 8 18 - 29 -11 14
9.    Víkingur R. 14 4 1 9 26 - 35 -9 13
10.    FHL 14 1 0 13 8 - 42 -34 3
Athugasemdir
banner