Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
   þri 26. ágúst 2025 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valinn í lið umferðarinnar og framlengir í Mosó
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Georg Bjarnason, hægri bakvörður Aftureldingar, hefur framlengt samning sinn við félagið út tímabilið 2027. Fyrri samningur hefði runnið út eftir yfirstandandi tímabil.

Hann var í liði ársins í Lengjudeildinni í fyrra þegar Afturelding fór upp í efstu deild í fyrsta sinn í sögunni.

Georg hefur í sumar spilað 14 af 19 leikjum liðins í Bestu deildinni og skorað eitt mark.

Hann var í liði umferðarinnar eftir leikinn gegn KA fyrir rúmri viku síðan þar sem hann lagði upp tvö af mörkum Aftureldingar.

Georg er uppalinn hjá ÍR og lék einnig með Víkingi í yngri flokkunum. Hann fór hins vegar í Mosfellsbæ fyrir tímabilið 2019 og lék sína fyrstu keppnisleiki í meistaraflokki með Aftureldingu í næst efstu deild og hefur verið í Mosó síðan.

Hann verður líklega í eldlínunni í kvöld þegar Afturelding heimsækir Hlíðarenda. Leikur Vals og Aftureldingar hefst klukkan 19:15. Hann er liður í 20. umferð Bestu deildarinnar.
Athugasemdir
banner