Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   lau 26. september 2015 21:54
Fótbolti.net
Lið ársins og bestu menn í 1. deild 2015
Bestur í 1. deild 2015 - Guðmundur Reynir Gunnarsson.
Bestur í 1. deild 2015 - Guðmundur Reynir Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björgvin Stefánsson - Efnilegastur og markakóngur 1. deildar 2015.
Björgvin Stefánsson - Efnilegastur og markakóngur 1. deildar 2015.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Ejub Purisevic - Þjálfari ársins 2015.
Ejub Purisevic - Þjálfari ársins 2015.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Karl Brynjar er í liðinu annað árið í röð.
Karl Brynjar er í liðinu annað árið í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld var lið ársins í 1. deild karla opinberað í Bjórgarðinum, Höfðatorgi. Fótbolti.net fylgdist vel með 1. deildinni í sumar og fékk þjálfara og fyrirliða deildarinnar til að velja lið keppnistímabilsins. Hér að neðan má líta það augum en einnig var opinberað val á þjálfara og leikmanni ársins ásamt efnilegasta leikmanninum.



Úrvalslið ársins 2015:
Trausti Sigurbjörnsson - Þróttur

Tomasz Luba - Víkingur Ó.
Karl Brynjar Björnsson - Þróttur
Admir Kubat - Víkingur Ó.
Guðmundur Reynir Gunnarsson - Víkingur Ó.

Archange Nkumu - KA
William Dominguez da Silva - Víkingur Ó.
Ævar Ingi Jóhannesson - KA

Dion Acoff - Þróttur
Björgvin Stefánsson - Haukar
Viktor Jónsson - Þróttur



Varamannabekkur:
Cristian Martines Liberado - Víkingur Ó.
Callum Williams - KA
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson - Haukar
Emir Dokara - Víkingur Ó.
Björn Pálsson - Víkingur Ó.
Oddur Björnsson - Þróttur
Alfreð Már Hjaltalín - Víkingur Ó.

Aðrir sem fengu atkvæði í úrvalsliðið:
Markverðir: Beitir Ólafsson (HK), Sandor Matus (Þór), Srdjan Rajkovic (KA), Terrance William Dieterich (Haukar), Kyle Kennedy (Fjarðabyggð).
Varnarmenn: Jósef Kristinn Jósefsson (Grindavík), Hafþór Þrastarson (Fjarðabyggð), Hrannar Björn Steingrímsson (KA), Davið Rúnar Bjarnason (KA), Gísli Páll Helgason (Þór), Magnús Már Lúðvíksson (Fram), Hilmar Trausti Arnarsson (KA), Davíð Þór Ásbjörnsson (Þróttur), Þórður Steinar Hreiðarsson (Þór), Andri Þór Magnússon (Fjarðabyggð), Hlynur Hauksson (Þróttur).
Miðjumenn: Alex Freyr Hilmarsson (Grindavík), Ingólfur Sigurðsson (Víkingur Ó.), Egill Jónsson (Víkingur Ó.), Sebastien Uchechukwu Ibeagha (Fram), Sigurður Marinó Kristjánsson (Þór), Sveinn Elías Jónsson (Þór), Kenan Turudija (Víkingur Ó.), Halldór Hermann Jónsson (KA), Ásgeir Þór Ingólfsson (Grindavík), Tonny Mawejje (Þróttur), Jóhann Helgason (KA), Aron Jóhannsson (Haukar), Hallur Hallsson (Þróttur), Ármann Pétur Ævarsson (Þór),
Sóknarmenn: Jóhann Helgi Hannesson (Þór), Hrvoje Tokic (Víkingur Ó.), Guðmundur Atli Steinþórsson.



Þjálfari ársins: Ejub Purisevic - Víkingur Ólafsvík
Ejub náði í sumar að fara í annað skipti með Víking Ólafsvík upp í deild þeirra bestu. Víkingur Ólafsvík setti einnig stigamet í fyrstu deildinni í sumar undir stjórn Ejub. Fyrir utan árið 2009 hefur Ejub séð um þjálfun Víkings frá því árið 2003 og á þeim tíma hefur liðið klifrað úr neðstu deild upp í þá efstu.
Aðrir sem fengu atkvæði sem þjálfari ársins: Gregg Ryder (Þróttur), Luka Kostic (Haukar), Srdjan Tufegdzic (KA).

Leikmaður ársins: Guðmundur Reynir Gunnarsson - Víkingur Ó.
Mummi tilkynnti síðastliðið haust að hann hefði ákveðið að leggja skóna á hilluna, 25 ára gamall. Í vetur ákvað Mummi hins vegar að ganga í raðir Víkings á lánssamningi frá KR. Mummi spilaði alla leiki Ólafsvíkinga í sumar og var fyrirliði liðsins á mögnuðu tímabili.
Aðrir sem fengu atkvæði sem leikmaður ársins: Björgvin Stefánsson (Haukar), Viktor Jónsson (Þróttur), Admir Kubat (Víkingur Ó.), William Dominguez da Silva (Víkingur Ó.), Dion Acoff (Þróttur), Tomasz Luba (Víkingur Ó.), Björn Pálsson (Víkingur Ó.),

Efnilegastur: Björgvin Stefánsson – Haukar
Björgvin skoraði tuttugu mörk og endaði sem markahæsti maður deildarinnar. Besti maðurinn hjá Haukum sem komu skemmtilega á óvart með því að landa sjötta sæti deildarinnar. Björgvin er í augnablikinu staddur í Noregi þar sem hann er á reynslu hjá Hödd.
Aðrir sem fengu atkvæði sem efnilegastur: Ævar Ingi Jóhannesson (KA), Viktor Jónsson (Þróttur).

Ýmsir molar:

- Björgvin Stefánsson og Guðmundur Reynir Gunnarsson voru báðir einu atkvæði frá því að fá fullt hús í kjörinu í liði ársins.

- Einungis þrír leikmenn fengu atkvæði í vali á efnilegasta leikmanninum. Þar af skildu einungis tvö atkvæði að Björgvin og Ævar Inga sem varð í öðru sætinu.

- Tólf leikmenn Víkings fengu atkvæði í kjörinu í ár. Fjórir þeirra voru í liðinu og fjórir á bekknum.

- Karl Brynjar Björnsson, varnarmaður Þróttar, er í liði ársins annað árið í röð.

- Ejub Purisevic var einnig þjálfari ársins í 1. deildinni árið 2012.

- Leikmenn úr öllum liðum deildarinnar nema Gróttu og BÍ/Bolungarvík fengu atkvæði en þessi lið féllu niður í 2. deild.
Athugasemdir
banner
banner