Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 26. september 2023 18:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Einkunnir Íslands: Burstaðar í Bochum
Úr leiknum gegn Þýskalandi.
Úr leiknum gegn Þýskalandi.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Selma Sól reynir skot að marki.
Selma Sól reynir skot að marki.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Þetta var erfiður leikur.
Þetta var erfiður leikur.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Íslenska kvennalandsliðið átti aldrei möguleika gegn Þýskalandi í Bochum í dag. Þetta var annar leikur liðsins í Þjóðadeildinni.

Hér fyrir neðan er einkunnagjöf Fótbolta.net úr leiknum.

Lestu um leikinn: Þýskaland 4 -  0 Ísland

Telma Ívarsdóttir - 5
Hefði örugglega getað gert betur í fyrsta markinu. Var ekki eins örugg í þessum leik og í þeim síðasta.

Guðný Árnadóttir - 3
Átti í miklu basli með með vinstri kantmann Þýskalands, Klöru Bühl.

Ingibjörg Sigurðardóttir - 3
Átti í erfiðleikum með öfluga sóknarmenn Þýskalands. Tapaði baráttunni í þriðja markinu.

Glódís Perla Viggósdóttir - 5
Bjargaði einu sinni ótrúlega á línu. Glódís hefur átt betri leiki á ferlinum, það er klárt mál.

Guðrún Arnardóttir - 4
Átti að loka betur í fyrsta markinu. Var í vandræðum í leiknum.

Sandra María Jessen - 5
Reyndi hvað hún gat í íslensku vörninni áður en hún var tekin af velli í seinni hálfleik.

Hildur Antonsdóttir - 4
Byrjaði leikinn af krafti. Hljóp mikið en íslenska miðjan tapaði baráttunni á miðjunni með yfirburðum.

Selma Sól Magnúsdóttir - 3
Á að vera leikstjórnandinn á miðsvæðinu en það hefur gengið illa hjá henni að koma frá sér boltanum í þessum tveimur leikjum.

Berglind Rós Ágústsdóttir - 3
Átti erfitt uppdráttar í þessum leik og gaf Þjóðverjum vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum.

Hlín Eiríksdóttir - 4
Gerðum lítið sem ekkert sóknarlega og náði Hlín ekki að komast í neinn takt við leikinn.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - 4
Hæfileikum hennar er sóað að miklu leyti þegar hún er í fremstu víglínu. Komst í lítinn takt við leikinn, líkt og félagi hennar í sókninni.

Varamenn:
Sædís Rún Heiðarsdóttir - 5
Agla María Albertsdóttir - 5
Aðrar spiluðu ekki nóg til að fá einkunn.
Athugasemdir
banner
banner
banner