De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Áslaug Dóra sú níunda sem fer til Örebro - „Begga eiginlega seldi mér þetta"
Áhuginn víða en Kristianstad lendingin - „Spila bara fyrir hana seinna"
'Jú, jú þetta er rétt Guðný, bara bíddu aðeins'
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
Olla fékk leyfi frá Harvard eftir dramatíska tölvupósta
   þri 26. september 2023 20:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Steini: Það getur vel verið að þetta hafi verið illa sett upp
watermark Þorsteinn Halldórsson átti fá svör við yfirburðum Þjóðverja í kvöld
Þorsteinn Halldórsson átti fá svör við yfirburðum Þjóðverja í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta var erfiður leikur, við kannski vorum aðeins of lin í návígjum og töpuðum of mikið af þeim til þess að geta flutt liðið eitthvað framar. Það lá svolítið á okkur því við náðum aldrei raunverulega að halda í boltann eða vera sterk á boltanum. Við mættum góðu lið og þær voru ógeðslega góðar í dag og bara börðu okkur út.“ Sagði Þorsteinn Halldórsson kallaður Steini þjálfari kvennalandsliðs Íslands sem mátti þola 4-0 skell gegn Þýskalandi í Þjóðardeildinni í Bochum fyrr í kvöld,

Lestu um leikinn: Þýskaland 4 -  0 Ísland

   26.09.2023 18:23
Þungt tap gegn Þjóðverjum


Fyrirfram voru fréttir frá Þýskalandi þess eðlis að þýska liðið væri í krísu eftir slakt gengi Þjóðverja á HM í sumar og 2-0 tap gegn Dönum í fyrstu umferð riðilsins síðastliðinn föstudag. Fréttaflutningur sem væntanlega hefur orðið til þess að þýska liðið mætti dýrvitlaust til leiks gegn Íslandi með það að markmiði að sanna sig á ný.

„Þýskaland var búið að vinna einn af síðustu fimm landsleikjum og miðað við leikinn sem var hjá þeim á dögnum þá voru þær í tómu basli. Núna sá maður að þær ætluðu sér eitthvað, með áhorfendur með sér þannig að þær voru bara rosalega grimmar og öflugar. Við áttum bara í basli og við það við náum ekkert að halda í boltann og spila honum út þá lágum við mikið niðri.“

Það má til sanns vegar færa að sóknarleikur Íslands í leiknum hafi vart verið sjáanlegur en liðið átti ekki eitt einasta skot á markið í leiknum. Vonbrigði fyrir Steina að uppspilið hafi brugðist og liðið á engan hátt náð að ógna Þjóðverjum?

„Okkur gekk illa að halda boltanum, gekk illa að vera sterk á boltann og færa hann á milli. Það getur vel verið að þetta hafi verið illa sett upp og allt það en heilt yfir var þetta bara ekkert góður leikur hjá okkur sóknarlega. Það segir sig sjálft þegar þú átt ekki skot á markið.“

Sagði Steini en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner