Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   þri 26. september 2023 20:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Steini: Það getur vel verið að þetta hafi verið illa sett upp
Þorsteinn Halldórsson átti fá svör við yfirburðum Þjóðverja í kvöld
Þorsteinn Halldórsson átti fá svör við yfirburðum Þjóðverja í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta var erfiður leikur, við kannski vorum aðeins of lin í návígjum og töpuðum of mikið af þeim til þess að geta flutt liðið eitthvað framar. Það lá svolítið á okkur því við náðum aldrei raunverulega að halda í boltann eða vera sterk á boltanum. Við mættum góðu lið og þær voru ógeðslega góðar í dag og bara börðu okkur út.“ Sagði Þorsteinn Halldórsson kallaður Steini þjálfari kvennalandsliðs Íslands sem mátti þola 4-0 skell gegn Þýskalandi í Þjóðardeildinni í Bochum fyrr í kvöld,

Lestu um leikinn: Þýskaland 4 -  0 Ísland

   26.09.2023 18:23
Þungt tap gegn Þjóðverjum


Fyrirfram voru fréttir frá Þýskalandi þess eðlis að þýska liðið væri í krísu eftir slakt gengi Þjóðverja á HM í sumar og 2-0 tap gegn Dönum í fyrstu umferð riðilsins síðastliðinn föstudag. Fréttaflutningur sem væntanlega hefur orðið til þess að þýska liðið mætti dýrvitlaust til leiks gegn Íslandi með það að markmiði að sanna sig á ný.

„Þýskaland var búið að vinna einn af síðustu fimm landsleikjum og miðað við leikinn sem var hjá þeim á dögnum þá voru þær í tómu basli. Núna sá maður að þær ætluðu sér eitthvað, með áhorfendur með sér þannig að þær voru bara rosalega grimmar og öflugar. Við áttum bara í basli og við það við náum ekkert að halda í boltann og spila honum út þá lágum við mikið niðri.“

Það má til sanns vegar færa að sóknarleikur Íslands í leiknum hafi vart verið sjáanlegur en liðið átti ekki eitt einasta skot á markið í leiknum. Vonbrigði fyrir Steina að uppspilið hafi brugðist og liðið á engan hátt náð að ógna Þjóðverjum?

„Okkur gekk illa að halda boltanum, gekk illa að vera sterk á boltann og færa hann á milli. Það getur vel verið að þetta hafi verið illa sett upp og allt það en heilt yfir var þetta bara ekkert góður leikur hjá okkur sóknarlega. Það segir sig sjálft þegar þú átt ekki skot á markið.“

Sagði Steini en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner