Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   þri 26. september 2023 20:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Steini: Það getur vel verið að þetta hafi verið illa sett upp
Þorsteinn Halldórsson átti fá svör við yfirburðum Þjóðverja í kvöld
Þorsteinn Halldórsson átti fá svör við yfirburðum Þjóðverja í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta var erfiður leikur, við kannski vorum aðeins of lin í návígjum og töpuðum of mikið af þeim til þess að geta flutt liðið eitthvað framar. Það lá svolítið á okkur því við náðum aldrei raunverulega að halda í boltann eða vera sterk á boltanum. Við mættum góðu lið og þær voru ógeðslega góðar í dag og bara börðu okkur út.“ Sagði Þorsteinn Halldórsson kallaður Steini þjálfari kvennalandsliðs Íslands sem mátti þola 4-0 skell gegn Þýskalandi í Þjóðardeildinni í Bochum fyrr í kvöld,

Lestu um leikinn: Þýskaland 4 -  0 Ísland

   26.09.2023 18:23
Þungt tap gegn Þjóðverjum


Fyrirfram voru fréttir frá Þýskalandi þess eðlis að þýska liðið væri í krísu eftir slakt gengi Þjóðverja á HM í sumar og 2-0 tap gegn Dönum í fyrstu umferð riðilsins síðastliðinn föstudag. Fréttaflutningur sem væntanlega hefur orðið til þess að þýska liðið mætti dýrvitlaust til leiks gegn Íslandi með það að markmiði að sanna sig á ný.

„Þýskaland var búið að vinna einn af síðustu fimm landsleikjum og miðað við leikinn sem var hjá þeim á dögnum þá voru þær í tómu basli. Núna sá maður að þær ætluðu sér eitthvað, með áhorfendur með sér þannig að þær voru bara rosalega grimmar og öflugar. Við áttum bara í basli og við það við náum ekkert að halda í boltann og spila honum út þá lágum við mikið niðri.“

Það má til sanns vegar færa að sóknarleikur Íslands í leiknum hafi vart verið sjáanlegur en liðið átti ekki eitt einasta skot á markið í leiknum. Vonbrigði fyrir Steina að uppspilið hafi brugðist og liðið á engan hátt náð að ógna Þjóðverjum?

„Okkur gekk illa að halda boltanum, gekk illa að vera sterk á boltann og færa hann á milli. Það getur vel verið að þetta hafi verið illa sett upp og allt það en heilt yfir var þetta bara ekkert góður leikur hjá okkur sóknarlega. Það segir sig sjálft þegar þú átt ekki skot á markið.“

Sagði Steini en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner