Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
   þri 26. september 2023 20:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Steini: Það getur vel verið að þetta hafi verið illa sett upp
Þorsteinn Halldórsson átti fá svör við yfirburðum Þjóðverja í kvöld
Þorsteinn Halldórsson átti fá svör við yfirburðum Þjóðverja í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta var erfiður leikur, við kannski vorum aðeins of lin í návígjum og töpuðum of mikið af þeim til þess að geta flutt liðið eitthvað framar. Það lá svolítið á okkur því við náðum aldrei raunverulega að halda í boltann eða vera sterk á boltanum. Við mættum góðu lið og þær voru ógeðslega góðar í dag og bara börðu okkur út.“ Sagði Þorsteinn Halldórsson kallaður Steini þjálfari kvennalandsliðs Íslands sem mátti þola 4-0 skell gegn Þýskalandi í Þjóðardeildinni í Bochum fyrr í kvöld,

Lestu um leikinn: Þýskaland 4 -  0 Ísland

   26.09.2023 18:23
Þungt tap gegn Þjóðverjum


Fyrirfram voru fréttir frá Þýskalandi þess eðlis að þýska liðið væri í krísu eftir slakt gengi Þjóðverja á HM í sumar og 2-0 tap gegn Dönum í fyrstu umferð riðilsins síðastliðinn föstudag. Fréttaflutningur sem væntanlega hefur orðið til þess að þýska liðið mætti dýrvitlaust til leiks gegn Íslandi með það að markmiði að sanna sig á ný.

„Þýskaland var búið að vinna einn af síðustu fimm landsleikjum og miðað við leikinn sem var hjá þeim á dögnum þá voru þær í tómu basli. Núna sá maður að þær ætluðu sér eitthvað, með áhorfendur með sér þannig að þær voru bara rosalega grimmar og öflugar. Við áttum bara í basli og við það við náum ekkert að halda í boltann og spila honum út þá lágum við mikið niðri.“

Það má til sanns vegar færa að sóknarleikur Íslands í leiknum hafi vart verið sjáanlegur en liðið átti ekki eitt einasta skot á markið í leiknum. Vonbrigði fyrir Steina að uppspilið hafi brugðist og liðið á engan hátt náð að ógna Þjóðverjum?

„Okkur gekk illa að halda boltanum, gekk illa að vera sterk á boltann og færa hann á milli. Það getur vel verið að þetta hafi verið illa sett upp og allt það en heilt yfir var þetta bara ekkert góður leikur hjá okkur sóknarlega. Það segir sig sjálft þegar þú átt ekki skot á markið.“

Sagði Steini en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner