Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   þri 26. september 2023 18:23
Brynjar Ingi Erluson
Þungt tap gegn Þjóðverjum
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Þýskaland 4 - 0 Ísland
1-0 Klara Bühl ('19 )
2-0 Giulia Gwinn ('35 , víti)
3-0 Lea Schüller ('68 )
4-0 Klara Bühl ('78 )
Lestu um leikinn

Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrir Þýskalandi, 4-0, í Þjóðadeild UEFA a Ruhrstadion-leikvanginum í Bochum í Þýskalandi í kvöld.

Þjóðverjar voru með mikla yfirburði í leiknum og voru ekki lengi að taka öll völdin.

Jule Brand átti skalla yfir markið á 11. mínútu og þá kom fyrsta markið aðeins átta mínútum síðar. Klara Bühl fékk boltann vinstra megin á vellinum, færði boltann á hægri og lét vaða. Auðvelt mark hjá þýsku landsliðskonunni.

Heimakonur héldu áfram að keyra á íslensku vörnina og kom annað markið rúmum fimmtán mínútum síðar. Berglind Rós Ágústsdóttir braut af sér í teignum og skoraði Giulia Gwinn úr vítinu.

Í upphafi síðari hálfleiks bjargaði Glódís Perla Viggósdóttir á línu og var það eitt af fáum jákvæðum punktum leiksins hjá íslenska liðinu. Marina Hegering átti skalla eftir hornspyrnu, Glódís kom sér fyrir á línunni, stökk upp og stangaði boltann í slá og út.

Þjóðverjar náðu í þriðja markið á 68. mínútu. Bühl átti laglega fyrirgjöf á milli varnar og markmanns, á Leu Schüller sem skallaði hann framhjá varnarlausri Telmu Ívarsdóttur í markinu.

Tíu mínútum síðar fullkomnaði Bühl leik sinn er hún gerði annað mark sitt í leiknum er hún fékk boltann rétt fyrir utan teiginn og átti þéttingsfast skot sem hafnaði í netinu.

Þungt tap í Düsseldorf og frammistaða sem liðið vill gleyma sem allra fyrst. Það átti ekki eitt skot á markið og var á eftir í öllu eftir fyrstu tíu mínútur leiksins.

Ísland er með 3 stig í riðlinum eins og Þýskaland, en Danmörk getur náð þriggja stiga forystu á toppnum með sigri á Wales í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner