Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 27. febrúar 2020 11:08
Elvar Geir Magnússon
Brynjar Atli lánaður í Víking Ólafsvík (Staðfest)
Brynjar Atli Bragason
Brynjar Atli Bragason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn efnilegi Brynjar Atli Bragason mun í sumar spila með Víkingi Ólafsvík í 1. deildinni.

Hann hefur verið lánaður frá Breiðabliki en hann gekk í raðir félagsins frá Njarðvík í vetur.

Brynjar verður tvítugur eftir rúman mánuð og þrátt fyrir ungan aldur á hann að baki yfir 70 leiki með meistaraflokki. Þar að auki hefur hann spilað sex leiki með yngri landsliðum Íslands.

Þegar Brynjar var fenginn til Breiðabliks tilkynnti Kópavogsfélagið strax að hann yrði lánaður. Hjá Breiðabliki eru Anton Ari Einarsson aðalmarkvörður og Gunnleifur Gunnleifsson varamarkvörður.

Króatíski markvörðurinn Franko Lalic sem lék með Ólafsvíkurliðinu í fyrra er genginn í raðir Þróttar. Ólsarar höfnuðu í fjórða sæti 1. deildarinnar í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner