Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mið 27. mars 2019 20:15
Magnús Már Einarsson
Kolbeinn í viðræðum við Djurgarden
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Sigþórsson fundaði í dag með forráðamönnum sænska félagsins Djurgarden samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Kolbeinn losnaði á dögunum undan samningi hjá franska félaginu Nantes og hann er án félags í augnablikinu. Kolbeinn gæti verið á leið í sænsku úrvalsdeildinni en hann hefur verið í viðræðum við Djurgarden.

Djurgarden hefur verið í framherjaleit en félagið var nálægt því að fá Viðar Örn Kjartansson á láni frá Rostov á dögunum. Á endanum fór Viðar hins vegar til Hammarby á láni.

Sænska úrvalsdeildin hefst um næstu helgi en Djurgarden mætir GIF Sundsvall í fyrsta leik á mánudaginn.

Hinn 29 ára gamli Kolbeinn hefur lítið spilað vegna meiðsla undanfarið tvö og hálft ár.

Kolbeinn sneri aftur í íslenska landsliðið síðastliðið haust og kom við sögu í Þjóðadeildinni en hann er næstmarkahæsti leikmaðurinn í sögu landsliðsins með 23 mörk í 48 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner