Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 27. apríl 2021 19:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Henry var valinn í stað Giggs inn í frægðarhöllina
Mynd: Getty Images
Ryan Giggs átti að vera valinn fyrstur inn í frægðarhöll ensku úrvalsdeildina ásamt Alan Shearer. Mirror greinir frá þessu.

Í stað Giggs kom Thierry Henry, fyrrum framherji Arsenal. Hætt var við að velja Giggs eftir að hann var kærður fyrir að ráðast á tvær konur.

Giggs er goðsögn hjá Manchester United og vann þrettán Englandsmeistaratitla sem leikmaður félagsins.

Shearer er markahæsti leikmaður í sögu deildarinnar. Henry var besti leikmaður deildarinnar á bestu árum Arsenal snemma á þessari öld.

Um leið og Giggs var ákærður var ákveðið að hann myndi ekki stýra landsliði Wales á EM í sumar.


Ryan Giggs
Athugasemdir
banner
banner