Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 27. apríl 2021 08:45
Brynjar Ingi Erluson
Ósáttur með frægðarhöllina - „Terry fær að vera þarna en ekki Giggs"
John Terry og Anton Ferdinand í leik Chelsea og QPR árið 2011
John Terry og Anton Ferdinand í leik Chelsea og QPR árið 2011
Mynd: EPA
Jake Mallen, umboðsmaður Rio Ferdinand, er afar ósáttur með vinnubrögð ensku úrvalsdeildarinnar og tilnefningar hennar í frægðarhöllina en Ryan Giggs, fyrrum leikmaður Manchester United, var ekki á 23-manna lista.

Giggs hefur unnið úrvalsdeildina oftast allra sem hafa spilað í henni en hann vann hana þrettán sinnum með United.

Hann lék 632 leiki í úrvalsdeildinni og skoraði 109 mörk auk þess sem hann var sex sinnum valinn í lið ársins en hann var þó ekki á listanum yfir þá 23 leikmenn sem eru tilnefndir inn í frægðarhöll úrvalsdeildarinnar.

Thierry Henry og Alan Shearer fengu inngöngu í frægðarhöllina í gær og þá bætast sex leikmenn til viðbótar en stuðningsmenn kjósa um það á heimasíðu deildarinnar.

Mallen segir það athyglisvert að John Terry, fyrrum leikmaður Chelsea, sé á listanum en ekki Giggs. Bendir hann á að Terry hafi verið með kynþáttafordóma í garð Anton Ferdinand, bróðir Rio, árið 2011 en samt komist á listann. Þó Terry hafi verið sýknaður í málinu þá viðurkenndi hann að hafa notað orð sem vísuðu í kynþáttafordóma.

„Ryan Giggs er ekki á listanum en John Terry, sem var með kynþáttafordóma gegn öðrum leikmanni á vellinum, er valinn," sagði Mallen á Instagram.

Giggs er mikið í blöðunum þessa dagana en hann hefur verið ákærður af tveimur konum fyrir líkamsárás og mun ekki þjálfa velska landsliðið á meðan málið er í gangi. Robert Page mun stýra liðinu á EM í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner