Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   mán 06. maí 2024 14:00
Elvar Geir Magnússon
Ræðst á laugardag hvort Freysi falli eða komist í umspil - „Ekki vera sáttir!“
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Lokaumferð neðri hluta belgísku úrvalsdeildarinnar fer fram næsta laugardag klukkan 16:15. Freyr Alexandersson og lærisveinar í Kortrijk eru í umspilssæti fyrir lokaumferðina, eftir öflugan sigur á Eupen í gær, en aðeins eitt stig er niður í fallsæti.

Það verður háspenna í lokaumferðinni en Kortrijk er öruggt með umspil ef liðið vinnur Sporting Charleroi á útivelli. Ef sigur vinnst ekki þar þarf Freysi að treysta á að Guðlaugur Victor, Alfreð Finnbogason og félagar í Eupen nái í eitthvað gegn Molenbeek.

Freyr vonast til að endurtaka leikinn frá Lyngby og ná að framkvæma ótrúlega björgun. Nær allir voru búnir að útiloka möguleika Kortrijk á að halda sér þegar Freyr var ráðinn.

Eftir sigurinn í gær ræddi Freyr við leikmenn sína eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan, sagði þeim að vera ekki sáttir heldur einbeita sér að því að gera allt enn betur um næstu helgi.

Ef Kortrijk kemst í umspilið mun liðið mæta liði úr B-deildinni í einvígi um hvort liðið spili í deild þeirra bestu á næsta tímabili.

Staðan fyrir lokaumferðina:
42 stig - Sporting Charleroi - Búið að halda sér
31 stig - Kortrijk (markatala: -36) - Í umspilssætinu
30 stig - Molenbeek (markatala: -35) - Í fallsæti
25 stig - Eupen - Fallið niður í B-deildina

Leikirnir í lokaumferðinni á laugardag:
16:15 Charleroi - Kortrijk
16:15 Eupen - MolenbeekAthugasemdir
banner
banner
banner