Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
banner
   fös 27. maí 2022 12:17
Elvar Geir Magnússon
Liverpool á leið til Parísar - Thiago og Fabinho með í för
Leikmenn Liverpool eru á leið til Parísar þar sem úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram annað kvöld, Liverpool mætir Real Madrid á Stade de France.

Hér má sjá myndir af því þegar lið Liverpool fór um borð í flugvél sína á John Lennon flugvellinum í Liverpoolborg rétt fyrir hádegið í dag.

Miðjumennirnir Thiago Alcantara og Fabinho sem báður hafa verið að glíma við meiðsli eru í hópnum sem ferðaðist til Parísar?

Verða þeir klárir til að byrja á Stade de France? Liverpool hefur gefið út að möguleiki sé á því.

Thiago meiddist í 3-1 sigri Liverpool gegn Wolves í lokaumferðinni á sunnudag en Fabinho hefur ekki spilað síðan hann varð fyrir vöðvameiðslum gegn Aston Villa þann 10. maí.

Hafliði Breiðfjörð er mættur til Parísar fyrir hönd Fótbolta.net og færir fréttir í aðdraganda leiksins.
Athugasemdir
banner
banner