Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mán 27. maí 2024 22:56
Brynjar Ingi Erluson
Verður Man Utd meinuð þátttaka í Evrópudeildinni?
Sir Jim Ratcliffe, hluteigandi í Man Utd, á einnig franska félagið Nice
Sir Jim Ratcliffe, hluteigandi í Man Utd, á einnig franska félagið Nice
Mynd: Getty Images
INEOS, sem á 27,7 prósent hlut í enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United, hefur sent frá sér stutta yfirlýsingu vegna erfiðrar stöðu sem félagið er í fyrir Evrópudeildina.

United tryggði sér Evrópudeildarsæti með því að vinna nágranna sína í Manchester City í enska bikarnum um helgina.

INEOS, sem eignaðist hlut sinn í United fyrr á þessu ári, á einnig franska félagið Nice.

Nice hafnaði í 5. sæti frönsku deildarinnar og mun því spila í Evrópudeildinni á næsta tímabili, en reglur UEFA segja að tvö félög sem eru undir sömu eigendum mega ekki spila í sömu keppni.

Margir möguleikar eru í stöðunni en að vísa Man Utd úr keppninni er einn af þeim. Ef það gerist þá færi United líklegast í Sambandsdeildina, en sá möguleiki er afar ólíklegur eins og staðan er núna.

INEOS hefur ekki áhyggjur af stöðu mála og segist vera í sambandi við UEFA, fótboltasamband Evrópu.

„Við erum meðvituð um stöðuna sem félögin tvö eru í og erum við í beinum samskiptum við UEFA. Við erum sannfærð um að við höfum lausn fyrir Evrópukeppni á næsta tímabili,“ segir í yfirlýsingu INEOS.

Samkvæmt SUN hafa viðræður gengið vel og munu bæði lið fá að spila í Evrópudeildinni þar sem INOES á minna en 30 prósent hlut í United.
Athugasemdir
banner
banner
banner