Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mán 27. júní 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bandaríkin: Markalaust í Vancouver

Vancouver Whitecaps 0 - 0 New England Revolution


Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði New England Revolution sem heimsótti Vancouver Whitecaps til Kanada í nótt.

Arnór Ingvi spilaði fyrstu 66 mínúturnar og var skipt af velli fyrir Emmanuel Boateng, fyrrum leikmann Helsingborg og LA Galaxy.

Liðin skildu með markalausu jafntefli. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð bragðdaufur en það var nóg af færum á báða bóga í þeim síðari.

New England er með 24 stig eftir 17 umferðir.


Athugasemdir
banner
banner