Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 27. júní 2022 12:17
Elvar Geir Magnússon
Coelho yfirgefur Vestra og heldur til Litháen (Staðfest)
Lengjudeildin
Diogo Coelho.
Diogo Coelho.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Portúgalski vinstri bakvörðurinn Diogo Coelho hefur verið seldur frá Lengjudeildarliði Vestra til FK Suduva sem spilar í efstu deild í Litháen. Þetta staðfestir Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Vestra í samtali við 433.is.

„Hann er að fara í félag sem tekur þátt í Evrópukeppni, eitt af toppliðinum í Litháen. Þetta er frábært tækifæri fyrir hann,” segir Gunnar Heiðar," við 433.

Vestri er í leit að leikmanni til að fylla skarð Coelho en sumarglugginn opnar á miðvikudaginn.

Coelho kom fyrst til Íslands 2018 og gekk þá í raðir ÍBV. Þetta er hans annað tímabil með Vestra en hann hefur leikið sjö af átta leikjum liðsins í Lengjudeildinni í sumar.

Vestri er í sjötta sæti Lengjudeildarinnar.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner