ÍA tilkynnti rétt í þessu að miðjumaðurinn Albert Hafsteinsson væri genginn í raðir félagsins. Hann kemur til félagsins eftir þrjú og hálft tímabil í Fram.
Skagamaðurinn hefur verið orðaður við ÍA reglulega eftir brottför sína og voru sögur farnar að heyrast á síðustu dögum að hann væri á förum til uppeldisfélagsins.
Samningur hans við Fram átti að renna út í lok tímabilsins. Hann lék með Fram gegn Stjörnunni í gær en er nú, degi síðar, kominn í ÍA.
Skagamaðurinn hefur verið orðaður við ÍA reglulega eftir brottför sína og voru sögur farnar að heyrast á síðustu dögum að hann væri á förum til uppeldisfélagsins.
Samningur hans við Fram átti að renna út í lok tímabilsins. Hann lék með Fram gegn Stjörnunni í gær en er nú, degi síðar, kominn í ÍA.
Hann er 27 ára sóknarsinnaður miðjumaður sem hefur skorað 22 mörk í 164 deildarleikjum á ferlinum.
Hann skrifar undir samning við ÍA út tímabilið 2026. ÍA er í 3. sæti Lengjudeildarinnar sem stendur en á leik til góða á Fjölni sem er í 2. sæti. ÍA á leik gegn Aftureldingu annað kvöld.
Albert Hafsteinsson er genginn til liðs við ÍA frá Fram ????
— ÍA Akranes FC (@Skagamenn) July 27, 2023
Albert er fæddur árið 1996 kemur upp yngri flokka starfi ÍA og spilar sinn fyrsta leik í Meistaraflokk árið 2015. Árið 2020 gengur hann til liðs við Fram og hefur spilað með þeim til dagsins í dag ????
Albert hefur spilað… pic.twitter.com/bUqpMLHmlI
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir