
Áfram eru Anton Ari Einarsson, Elías Rafn Ólafsson og Hákon Rafn Valdimarsson markverðirnir í landsliðshópi Íslands. Þeir eru í hópnum fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM gegn Aserbaídsjan og Frakklandi og voru líka í hópnum síðast.
Hákon og Elías munu berjast um að byrja og Anton Ari er þriðji markvörður.
Hákon og Elías munu berjast um að byrja og Anton Ari er þriðji markvörður.
„Það er mjög góður hausverkur að vera í fimm manna leik með þeim tveimur á æfingu, það er algjör veisla," sagði Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi í dag er hann var spurður út í samkeppni Hákonar og Elíasar.
„Það er samkeppni hjá þeim eins og hjá mörgum öðrum. Ég hef aldrei skilið það markmanna 'syndrome' að mega ekki spila sitthvorn leikinn án þess að allt fari í háaloft. Samkeppni er af hinu góða og þeir ýta á hvorn annan upp á hæsta stig."
Elías hefur verið að spila með Midtjylland í Danmörku og Hákon er varamarkvörður Brentford á Englandi.
„Hákon átti stórleik í gær og Elías er að spila vel fyrir Midtjylland," sagði Arnar.
Arnar er ánægður með Anton Ara, sem er þriðji markvörður.
„Það er trikkí að vera þriðji markvörður í hóp. Það er kannski mjög ólíklegt að þú sért að fara að spila. Þú þarft að hafa kosti sem eru ómetanlegir, æfa á fullu og vera til taks fyrir þá leikmenn sem elska að skjóta á þig. Hann var mjög flottur í síðasta hóp," sagði landsliðsþjálfarinn.
Athugasemdir