Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
   mið 27. ágúst 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Flick: Yamal verður einn besti leikmaður sögunnar
Mynd: EPA
Hansi Flick, stjóri Barcelona, hrósaði Lamine Yamal, leikmanni liðsins, í hástert í samtali við þýska miðilinn Bild.

Yamal er aðeins 18 ára gamall en hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Barcelona fyrir tveimur árum. Leikirnir eru orðnir 108 talsins og hann hefur skorað 26 mörk og lagt upp 37.

„Yamal er snillingur, sérstaklega miðað við aldur. Hann getur tekið leiki yfir eins síns liðs. Hann er á réttri lið, hann er auðvitað ennþá ungur, 18 ára, og hann verður að læra frá öðrum. Ég er sannfærður um að hann verði einn besti leikmaður sem fótboltaheimurinn hefur séð," sagði Flick.

Hann hefur þegar skorað eitt og lagt upp þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjum Barcelona í spænsku deildinni á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner