Miðvörðurinn Hjörtur Hermannsson hefur hafnað danska félaginu Álaborg samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
Álaborg, sem er í dönsku B-deildinni, hefur undanfarið reynt að fá Hjört í sínar raðir og gerði honum gott tilboð.
Álaborg, sem er í dönsku B-deildinni, hefur undanfarið reynt að fá Hjört í sínar raðir og gerði honum gott tilboð.
Hjörtur er samningsbundinn Volos í Grikklandi út þessa leiktíð.
Hjörtur, sem hefur einnig verið orðaður við OB, þekkir vel til í Danmörku eftir að hafa spilað með Bröndby, þar sem hann vann bæði deild- og bikar á fimm árum sínum þar.
Álaborg spilar í B-deildinni en er að setja mikinn metnað á leikmannamarkaðnum til þess að auka möguleikana á að komast aftur upp í efstu deild.
Tveir Íslendingar eru á mála hjá Álaborg en það eru þeir Nóel Atli Arnórsson og Helgi Hafsteinn Jóhannsson. Nóel er fastamaður í aðalliðinu á meðan Hafsteinn, sem gekk í raðir félagsins frá Grindavík á síðasta ári, leikur með unglingaliðinu.
Athugasemdir