
Forráðamenn Newcastle hafa ekki náð að láta Isak skipta um skoðun, Úlfarnir höfnuðu nýju tilboði í norska framherjann og markvörðurinn Lammens færist nær Manchester United. Þetta og fleira í slúðurpakkanum í dag.
Sænski framherjinn Alexander Isak (25) hefur sagt Newcastle að hann vilji enn yfirgefa félagið og ganga til liðs við Liverpool, þrátt fyrir fund með stjórnarformanni Newcastle, Yasir Al-Rumayyan, og meðeigandanum, Jamie Reuben, sem reyndu að sannfæra hann um að vera áfram. (Telegraph)
Úlfarnir hafa hafnað nýju 55 milljóna punda tilboði Newcastle í framherjann Jörgen Strand Larsen (25). (BBC)
Framtíð Isak gæti ráðið því hvort Liverpool og Newcastle geri tilboð í serbneska sóknarmanninn Dusan Vlahovic (25) hjá Juventus. (Teamtalk)
Manchester United hefur náð samkomulagi við Real Betis um að brasilíski kantmaðurinn Antony (25) fari aftur til spænska félagsins, mögulega á lánssamningi með skyldu til kaupa. (Telegraph)
Manchester United vinnur einnig að því að ná samkomulagi um við belgíska markvörðinn Senne Lammens (23) hjá Royal Antwerpen um kaup og kjör, með von um að klára kaupin fyrir lok gluggans. (Telegraph)
Real Madrid og Atletico Madrid fylgjast báðir með enska miðjumanninum Kobbie Mainoo (20) hjá Manchester United, eftir að hann hefur færst neðar í goggunarröðinni hjá félaginu. (Mail)
Fulham hefur líka augastað á Mainoo, ásamt því að leggja áherslu á að reyna við vængmanninn Reiss Nelson (25) hjá Arsenal. (Teamtalk)
Porto er nálægt því að ganga frá lánssamningi, með skyldu til kaupa, við pólska varnarmanninn Jakub Kiwior (25) hjá Arsenal. (Sky Sports)
Crystal Palace undirbýr nú viðræður við Liverpool um enska sóknartengiliðinn Harvey Elliott (22), þar sem liðið þarf að fylla skarð Eberechi Eze (27) sem gekk til liðs við Arsenal. (Football Insider)
Bayer Leverkusen og Galatasaray ætla að berjast við Crystal Palace um svissneska varnarmanninn Manuel Akanji (30) sem leikur með Manchester City. (Independent)
Brentford íhugar að fá Max Beier (22), sóknarmann Borussia Dortmund, en þýska félagið vinnur einnig að því að ganga frá kaupum á portúgalska framherjanum Fabio Silva (23) frá Wolves. (Sky Sports)
Roma hefur átt viðræður við Chelsea og umboðsmenn enska vængmannsins Tyrique George (19) um mögulega félagaskipti. (Gianluca di Marzio)
Alejandro Garnacho (21) hefur hafnað nýju tilboði frá félagi í Sádi-Arabíu þar sem viðræður milli Manchester United og Chelsea um argentínska vængmanninn ganga vel. (Fabrizio Romano)
West Ham er nálægt því að klára 17,3 milljóna punda kaup á franska miðjumanninum Soungoutou Magassa (21) frá Mónakó. (Guardian)
West Ham skoðar einnig möguleikann á að fá Fílabeinsstrendinginn Ibrahim Sangare (27), varnartengilið Nottingham Forest, lánaðan. Ásamt því að félagið hefur áhuga á franska miðjumanninum Junior Mwanga (22) hjá Strasbourg og enska miðjumanninum Hayden Hackney (23) hjá Middlesbrough. (Sky Sports)
West Ham vinnur að því að fá brasilíska markvörðinn John Victor (29) lánaðan frá Botafogo. (TalkSport)
Real Madrid gæti reynt að kaupa Adam Wharton (21) frá Crystal Palace ef spænski miðjumaðurinn Dani Ceballos (29) yfirgefur félagið. (AS)
Crystal Palace er að klára samkomulag við Villareal um spænska miðjumanninn Yeremy Pino (22) fyrir um 25 milljónir punda. (AS)
Miðjumaðurinn James McConnell (20) er á leið til Ajax á láni eftir að hafa skrifað undir nýjan fimm ára samning við Liverpool. (Athletic)
Nottingham Forest hefur fengið höfnun á 10 milljóna punda tilboði í ítalska hægri bakvörðinn Nicolo Savona (22) hjá Juventus. (Gianluca di Marzio)
Athugasemdir