Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
   mið 27. ágúst 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kemur annar markvörður til West Ham í sumar?
Mynd: EPA
West Ham er að vinna í því að fá brasilíska markvörðinn John Victor á láni frá Botafogo. Talksport greinir frá þessu.

Victor var á leið til West Ham fyrir 10 milljónir punda fyrr í sumar en West Ham keypti Mads Hermansen frá Leicester að lokum. Graham Potter, stjóri West Ham, knúði það áfram að fá Hermansen til liðs við félagið.

Byrjunin hefur hins vegar verið vond fyrir Hermansen sem hefur fengið á sig átta mörk í fyrstu tveimur leikjunum í deildinni.

Alphonse Areola fékk tækifæri í gær og lenti í vandræðum þegar West Ham tapaði 3-2 gegn Wolves í deildabikarnum.
Athugasemdir
banner