Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
banner
   mið 27. ágúst 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýski bikarinn: Bikarmeistararnir lentu í miklu brasi
Nick Woltemade (t.h)
Nick Woltemade (t.h)
Mynd: EPA
Braunschweig 4 - 4 Stuttgart (8-7 í vítaspyrnukeppni)
1-0 Sven Köhler ('7 )
1-1 Ermedin Demirovic ('11 )
1-2 Ermedin Demirovic ('60 )
2-2 Fabio Di Michele Sanchez ('77 )
3-2 Fabio Di Michele Sanchez ('85 )
3-3 Nick Woltemade ('89 )
3-4 Sanoussy Ba ('92 , sjálfsmark)
4-4 Christian Conteh (104')

Það var dramatík í gær þegar ríkjandi bikarmeistarar Stuttgart lagði Braunschweig í vítaspyrnukeppni í þýska bikarnum.

Stuttgart tapaði gegn Union Berlin í fyrstu umferð deildarinnar en Braunschweig er með sex stig eftir þrjár umferðir í næst efstu deild en það er ekki spurt af því þegar komið er í bikarinn.

Stuttgart var með 2-1 forystu en Fabio Di Michele Sanchez skoraði þá tvennu fyrir Braunschweig. Markahrókurinn Nick Woltemade kom inn á sem varamaður hjá Stuttgart og hann jafnaði metin á loka andartökum venjulegs leiktíma.

Bæði lið skoruðu eitt mark í framlengingunni, 4-4 lokatölur og grípa þurfti því til vítaspyrnukeppni. Dramatíkinni lauk ekki þar því hvort lið tók tíu vítaspyrnur en Stuttgart vann 8-7 í vítaspyrnukeppninni.
Athugasemdir