Andres Iniesta er erfiðasti andstæðingur sem Frank Lampard mætti á ferlinum en hann lék við ófáar stórstjörnur á sínum tíma hjá Chelsea.
Iniesta var ein af þeim en hann og Lampard mættust bæði er sá spænski var hjá Barcelona og svo spænska landsliðinu.
Að sögn Lampard var enginn miðjumaður eins góður í að fara framhjá mönnum og Iniesta sem er talinn einn sá besti í sögunni í sinni stöðu.
„Hann gat farið báðum megin við þig. Það eru ekki margir leikmenn í þessari stöðu sem reyna að taka þig á svona oft," sagði Lampard.
„Þeir vildu gefa boltann til að geta tekið hlaupin, ég spilaði gegn mörgum frábærum leikmönnum eins og Steven Gerrard, hann var frábær líkamlega."
„Iniesta, stundum opnaði hann líkamann og gat farið til hægri eða vinstri, þú komst ekki nálægt honum. Hann og Xavi í þessu liði, það var eitthvað annað."
Athugasemdir