Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mán 27. nóvember 2023 22:22
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Bologna upp að hlið Roma
Joshua Zirkzee gulltryggði Bologna sigurinn
Joshua Zirkzee gulltryggði Bologna sigurinn
Mynd: EPA
Bologna er komið upp í 6. sæti Seríu A eftir að liðið vann 2-0 sigur á Torino í kvöld.

Torino-menn komu boltanum í netið á 18. mínútu. Nikola Vlasic skoraði með frábæru skoti, en markið var dæmt af vegna rangstöðu í aðdragandanum.

Gestirnir fengu nokkur góð færi til viðbótar í fyrri hálfleiknum en náðu ekki að taka forystuna.

Bologna nýtti sín færi í þeim síðari. Giovanni Fabbian skoraði með góðu skoti á 56. mínútu og undir lokin gerði Joshua Zirkzee út um leikinn með öðru marki Bologna.

Liðið er í 6. sæti með 21 stig og er því komið upp að hlið Roma, sem situr í 5. sæti.

Verona og Lecce gerðu 2-2 jafntefli. Milan Djuric tryggði Verona stig með marki þrettán mínútum fyrir leikslok. Verona er í 19. sæti með 9 stig en Lecce í 13. sæti með 15 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Bologna 2 - 0 Torino
1-0 Giovanni Fabbian ('56 )
2-0 Joshua Zirkzee ('90 )

Verona 2 - 2 Lecce
0-1 Remi Oudin ('30 )
1-1 Cyril Ngonge ('41 )
1-2 Joan Gonzalez ('69 )
2-2 Milan Djuric ('77 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 21 16 2 3 35 14 +21 50
2 Inter 20 14 5 1 51 18 +33 47
3 Atalanta 21 13 4 4 46 24 +22 43
4 Lazio 21 12 3 6 37 28 +9 39
5 Juventus 21 8 13 0 34 17 +17 37
6 Fiorentina 20 9 6 5 33 21 +12 33
7 Bologna 20 8 9 3 32 26 +6 33
8 Milan 20 8 7 5 29 21 +8 31
9 Roma 21 7 6 8 31 27 +4 27
10 Udinese 21 7 5 9 24 32 -8 26
11 Torino 21 5 8 8 21 26 -5 23
12 Genoa 21 5 8 8 18 30 -12 23
13 Como 21 5 7 9 26 34 -8 22
14 Cagliari 21 5 6 10 23 34 -11 21
15 Empoli 21 4 8 9 20 28 -8 20
16 Parma 21 4 8 9 26 36 -10 20
17 Lecce 21 5 5 11 15 36 -21 20
18 Verona 21 6 1 14 24 47 -23 19
19 Venezia 21 3 6 12 19 34 -15 15
20 Monza 21 2 7 12 20 31 -11 13
Athugasemdir
banner
banner
banner