Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   mið 27. nóvember 2024 21:22
Brynjar Ingi Erluson
Nokkrar stjörnur Chelsea fá hvíld
Pedro Neto er ekki í hópnum
Pedro Neto er ekki í hópnum
Mynd: Getty Images
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, hefur valið leikmannahópinn fyrir leik liðsins gegn Heidenheim í Sambandsdeild Evrópu, en hann skilur margar stjörnur eftir heima.

Maresca valdi 21 leikmann í verkefnið gegn Heidenheim en þeir Moises Caicedo, Enzo Fernandez, Nicolas Jackson, Malo Gusto, Pedro Neto og Marc Cucurella ferðuðust ekki með liðinu.

Reece James er að glíma við meiðsli en Maresca ætlar greinilega að gefa öðrum leikmönnum tækifæri gegn þýska liðinu.

Hópurinn: Robert Sanchez, Filip Jorgensen, Lucas Bergstrom, Axel Disasi, Tosin Adarabioyo, Benoit Badiashile, Levi Colwill, Renato Veiga, Cesare Casadei, Carney Chukwuemeka, Kiernan Dewsbury-Hall, Kiano Dyer, Samuel Rak-Sakyi, Tyrique George, Noni Madueke, Joao Felix, Mykhailo Mudryk, Jadon Sancho, Marc Guiu, Shumaira Mheuka, Christopher Nkunku.

Chelsea hefur unnið alla þrjá leiki sína í Sambandsdeildinni og það sannfærandi.
Athugasemdir
banner
banner