Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
   þri 28. janúar 2025 19:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Fertugasta Norðurálsótið haldið í sumar: 1985-2025
Frá 2021
Frá 2021
Mynd: Guðmundur Bjarki Halldórsson
Frá 2012
Frá 2012
Mynd: Fótbolti.net - Hanna Símonardóttir
Í ár fer Norðurálsmótið á Akranesi fram í 40. skipti frá stofnun þess. Norðurálsmótið er mót fyrir drengi og stúlkur í 7. og 8. aldursflokki í knattspyrnu. Mótið hefur farið ört stækkandi og metfjöldi tók þótt á Norðurálsmótinu sumarið 2024 þegar um 2.500 þátttakendur heimsóttu Akranes í júní. Reiknað er með að um 2.800 þátttakendur taki þátt á afmælisárinu í ár.

Meirihluti allra knattspyrnuiðkenda á Íslandi á frábærar minningar af Norðurálsmótinu sem hefur átt hin ýmsu nöfn í gegnum tíðina. Norðurálsmótið er fyrsta gistimót næstu kynslóða og andrúmsloftið á svæðinu líkt og um heimsmeistaramót sé að ræða. Yfirskrift mótsins er þó alltaf fyrst og fremst gleði og skemmtun.

Hér er hægt að skoða heimasíðu mótsins og skrá lið til leiks.

„Við hjá Knattspyrnufélagi ÍA, ásamt Norðuráli, leggjum gríðarlega mikinn metnað í að halda sem best utan um yngstu kynslóðirnar og aðstandendur þeirra á þessu fyrsta stóra móti knattspyrnuferilsins. Það er alltaf skemmtilegur tími í aðdraganda mótsins þegar allir bæjarbúar á Akranesi eru á fullu og bærinn að fyllast af fólki alls staðar að frá landinu. Við erum gríðarlega stolt af því að vera að halda mótið í 40. skipti í ár og stolt af því sem Norðurálsmótið hefur orðið. Okkur hlakkar til að taka á móti og bjóða gesti mótsins velkomna á Skagann. Við vonumst auðvitað til þess að allir fari héðan með bros á vör og skemmtilegar minningar," segir Ingimar Elí Hlynsson sem er framkvæmdastjóri ÍA.
Athugasemdir
banner
banner