Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   þri 28. janúar 2025 19:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Fertugasta Norðurálsótið haldið í sumar: 1985-2025
Frá 2021
Frá 2021
Mynd: Guðmundur Bjarki Halldórsson
Frá 2012
Frá 2012
Mynd: Fótbolti.net - Hanna Símonardóttir
Í ár fer Norðurálsmótið á Akranesi fram í 40. skipti frá stofnun þess. Norðurálsmótið er mót fyrir drengi og stúlkur í 7. og 8. aldursflokki í knattspyrnu. Mótið hefur farið ört stækkandi og metfjöldi tók þótt á Norðurálsmótinu sumarið 2024 þegar um 2.500 þátttakendur heimsóttu Akranes í júní. Reiknað er með að um 2.800 þátttakendur taki þátt á afmælisárinu í ár.

Meirihluti allra knattspyrnuiðkenda á Íslandi á frábærar minningar af Norðurálsmótinu sem hefur átt hin ýmsu nöfn í gegnum tíðina. Norðurálsmótið er fyrsta gistimót næstu kynslóða og andrúmsloftið á svæðinu líkt og um heimsmeistaramót sé að ræða. Yfirskrift mótsins er þó alltaf fyrst og fremst gleði og skemmtun.

Hér er hægt að skoða heimasíðu mótsins og skrá lið til leiks.

„Við hjá Knattspyrnufélagi ÍA, ásamt Norðuráli, leggjum gríðarlega mikinn metnað í að halda sem best utan um yngstu kynslóðirnar og aðstandendur þeirra á þessu fyrsta stóra móti knattspyrnuferilsins. Það er alltaf skemmtilegur tími í aðdraganda mótsins þegar allir bæjarbúar á Akranesi eru á fullu og bærinn að fyllast af fólki alls staðar að frá landinu. Við erum gríðarlega stolt af því að vera að halda mótið í 40. skipti í ár og stolt af því sem Norðurálsmótið hefur orðið. Okkur hlakkar til að taka á móti og bjóða gesti mótsins velkomna á Skagann. Við vonumst auðvitað til þess að allir fari héðan með bros á vör og skemmtilegar minningar," segir Ingimar Elí Hlynsson sem er framkvæmdastjóri ÍA.
Athugasemdir
banner
banner