Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   þri 28. janúar 2025 19:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Fertugasta Norðurálsótið haldið í sumar: 1985-2025
Frá 2021
Frá 2021
Mynd: Guðmundur Bjarki Halldórsson
Frá 2012
Frá 2012
Mynd: Fótbolti.net - Hanna Símonardóttir
Í ár fer Norðurálsmótið á Akranesi fram í 40. skipti frá stofnun þess. Norðurálsmótið er mót fyrir drengi og stúlkur í 7. og 8. aldursflokki í knattspyrnu. Mótið hefur farið ört stækkandi og metfjöldi tók þótt á Norðurálsmótinu sumarið 2024 þegar um 2.500 þátttakendur heimsóttu Akranes í júní. Reiknað er með að um 2.800 þátttakendur taki þátt á afmælisárinu í ár.

Meirihluti allra knattspyrnuiðkenda á Íslandi á frábærar minningar af Norðurálsmótinu sem hefur átt hin ýmsu nöfn í gegnum tíðina. Norðurálsmótið er fyrsta gistimót næstu kynslóða og andrúmsloftið á svæðinu líkt og um heimsmeistaramót sé að ræða. Yfirskrift mótsins er þó alltaf fyrst og fremst gleði og skemmtun.

Hér er hægt að skoða heimasíðu mótsins og skrá lið til leiks.

„Við hjá Knattspyrnufélagi ÍA, ásamt Norðuráli, leggjum gríðarlega mikinn metnað í að halda sem best utan um yngstu kynslóðirnar og aðstandendur þeirra á þessu fyrsta stóra móti knattspyrnuferilsins. Það er alltaf skemmtilegur tími í aðdraganda mótsins þegar allir bæjarbúar á Akranesi eru á fullu og bærinn að fyllast af fólki alls staðar að frá landinu. Við erum gríðarlega stolt af því að vera að halda mótið í 40. skipti í ár og stolt af því sem Norðurálsmótið hefur orðið. Okkur hlakkar til að taka á móti og bjóða gesti mótsins velkomna á Skagann. Við vonumst auðvitað til þess að allir fari héðan með bros á vör og skemmtilegar minningar," segir Ingimar Elí Hlynsson sem er framkvæmdastjóri ÍA.
Athugasemdir
banner