Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
   mið 28. febrúar 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Haaland með 79 mörk í 83 leikjum fyrir Man City
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Erling Braut Haaland skoraði fimm mörk í 6-2 sigri Manchester City á Luton í enska bikarnum í gær og rýnum við nú í helstu tölfræði hans eftir þennan leik.

Þetta er í annað sinn sem Haaland skorar fimm mörk í eina og sama leiknum með liðinu.

Haaland skoraði fimm mörk í 7-0 slátrun á RB Leipzig í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð og er hann nú fyrsti leikmaðurinn í sögu Man City til að skora fimm mörk í tveimur leikjum fyrir félagið.

Þá er hann eini leikmaðurinn í sögunni til að skora fimm mörk í bæði Meistaradeild og enska bikarnum.

Norðmaðurinn er kominn með 79 mörk í aðeins 83 leikjum með Man City frá því hann kom til félagsins fyrir einu og hálfu ári, sem eru 30 mörkum meira en næsti leikmaður í ensku úrvalsdeildinni. Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, kemur næstur með 49 mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner