Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   lau 28. mars 2020 14:10
Ívan Guðjón Baldursson
Chiellini sannfærði Ronaldo og félaga um að taka á sig launalækkun
Giorgio Chiellini, fyrirliði Juventus, sannfærði liðsfélaga sína hjá Juventus að taka á sig launalækkun til að hjálpa félaginu á erfiðum tímum.

Tuttosport greinir frá því að Chiellini hafi hringt í lykilmenn Juventus úr hótelherbergi sínu og sannfært þá um að ganga til liðs við sig og bjóðast til að láta lækka launin hjá sér.

Chiellini byrjaði á að hringja í Leonardo Bonucci, Gianluigi Buffon og Cristiano Ronaldo sem tóku allir vel í hugmyndina. Í kjölfarið hringdi hann í restina af liðinu og er hægt að búast við tilkynningu frá félaginu á næstu dögum.

Launakostnaður Ítalíumeistaranna er gífurlegur og gríðarlega erfitt að standa undir honum á venjulegri leiktíð, hvað þá í miðjum heimsfaraldri.
Athugasemdir
banner