þri 28. mars 2023 20:36
Elvar Geir Magnússon
U19 landslið Íslands komið í lokakeppni EM (Staðfest)
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Ungverjaland 0 - 2 Ísland
0-1 Orri Steinn Óskarsson ('67)
0-2 Hilmir Rafn Mikaelsson ('90+)

Íslenska U19 landsliðið hefur unnið það afreka að tryggja sér sæti í lokakeppni EM U19 landsliða sem fram fer á Möltu í júlí. Alls taka átta lið þátt í lokakeppninni.

Ísland mætti Ungverjalandi í kvöld í síðasta leik sínum í milliriðli. Fyrir leikinn var ljóst að íslenska liðið væri öruggt með sæti í lokakeppninni með sigri.

Ísland lagði Ungverjaland 2-0 þar sem Orri Steinn Óskarsson skoraði fyrra markið á 67. mínútu. Orri, sem er hjá FC Kaupmannahöfn, skoraði í öllum þremur leikjum riðilsins. Í uppbótartíma innsiglaði varamaðurinn Hilmir Rafn Mikaelsson sigurinn.

Ólafur Ingi Skúlason er þjálfari íslenska U19 landsliðsins en þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem þessi aldursflokkur hjá Íslandi kemst í lokakeppni.

Ísland vann riðilinn með 7 stig en England (6 stig) situr eftir með sárt ennið. England vann Tyrkland í kvöld en það dugði liðinu ekki fyrst Ísland kláraði sitt.

Byrjunarlið Íslands: Lúkas Petersson (m), Hlynur Freyr Karlsson (f), Arnar Númi Gíslason, Logi Hrafn Róbertsson, Þorsteinn Aron Antonsson, Sigurbergur Áki Jörundsson, Eggert Aron Guðmundsson, Kristian Nökkvi Hlynsson, Orri Steinn Óskarsson, Gísli Gottskálk Þórðarson, Ágúst Orri Þorsteinsson
(Varamenn; Halldór Snær Georgsson, Hilmir Rafn Mikaelsson, Adolf Daði Birgisson, Bjarni Guðjón Brynjólfsson, Daníel Freyr Kristjánsson, Guðmundur Baldvin Nökkvason, Haukur Andri Haraldsson, Arnar Daníel Aðalsteinsson, Ingimar Torbjörnsson Stöle)





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner