Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, staðfesti í dag áhuga félagsins á Valgeiri Valgeirssyni, leikmanni HK.
Valgeir er samningsbundinn HK út þetta ár en Frosti Reyr Rúnarsson, formaður knattspyrnudeildar HK, hefur útilokað það að Valgeir fari frá félaginu fyrir tímabilið.
Útlit fyrir að Valgeir spili með HK í sumar - „Veit ekki annað en að allir séu sáttir"
Öll stærstu félög Bestu deildarinnar hafa áhuga á því að fá hann og er Víkingur meðal þeirra en Arnar var spurður út í áhuga félagsins á leikmanninum.
„Nei, voðalega lítið. Hann er að fara að spila með HK í sumar sýnist mér og gangi honum bara vel þar, en auðvitað höldum við áfram áhuga á honum og höfum rétt á að tala við hann núna og höfum gert það."
„Einst og staðan er núna er hann leikmaður HK og það er bara í góðu lagi," sagði Arnar.
Athugasemdir