Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 28. maí 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kvennaliðin í Bandaríkjunum spila í sumar
Gunnhildur Yrsa leikur með Utah Royals.
Gunnhildur Yrsa leikur með Utah Royals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bandaríska kvennadeildin í fótbolta verður fyrsta stóra deildin í Ameríku sem hefst aftur eftir kórónuveirufaraldurinn.

Hvergi annars staðar hafa jafnmargir látið lífið vegna kórónuveirunnar og í Bandaríkjunum, en þar hafa meira en 100 þúsund látið lífið vegna veirunnar.

Sjálf deildin mun ekki byrja þannig séð, heldur munu öll níu lið deildarinnar taka þátt á móti sem verður haldið í Utah frá frá 27. júní til 26. júlí. Allir leikmenn verða í sóttkví í Utah, en Dell Loy Hansen, eigandi Utah Royals, sér um að hýsa leikmenn á meðan á mótinu stendur.

Leikið verður fyrir luktum dyrum, en hægt verður að horfa á mótið á CBS All Access og geta áhorfendur utan Bandaríkjana horft á það á Twitch.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir leikur í Bandaríkjunum með Utah Royals.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner