Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
banner
   sun 28. maí 2023 15:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Lecce áfram í Serie A eftir hádramatískan sigur
Þórir Jóhann
Þórir Jóhann
Mynd: Getty Images

Þórir Jóhann Helgason og félagar í Lecce munu spila í efstu deild á Ítalíu á næstu leiktíð en það var staðfest í dag eftir hádramatískan sigur.


Þórir sat allan tíman á varamannabekk Lecce þegar liðið vann 1-0 sigur gegn Monza en eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu þegar 11 mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma.

Þórir hefur aðeins komið við sögu í 12 leikjum á þessari leiktíð og ekki komið að marki.

Cremonese og Sampdoria eru fallin en Verona og Spezia berjast um að halda sæti sínu í síðustu umferð. Liðin eru jöfn að stigum eftir jafntefli Verona gegn Empoli í dag en Spezia er í öruggu sæti eins og staðan er núna.

Bologna 2 - 2 Napoli
0-1 Victor Osimhen ('14 )
0-2 Victor Osimhen ('54 )
1-2 Lewis Ferguson ('62 )
2-2 Lorenzo De Silvestri ('84 )

Verona 1 - 1 Empoli
1-0 Adolfo Gaich ('61 )
1-1 Petar Stojanovic ('90 )

Monza 0 - 1 Lecce
0-0 Chris Gytkjaer ('84 , Misnotað víti)
0-1 Lorenzo Colombo ('90 , víti)


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 6 5 0 1 15 3 +12 15
2 Milan 6 5 0 1 13 8 +5 15
3 Juventus 6 4 1 1 12 6 +6 13
4 Atalanta 6 4 0 2 11 5 +6 12
5 Napoli 6 3 2 1 12 6 +6 11
6 Lecce 6 3 2 1 8 5 +3 11
7 Fiorentina 6 3 2 1 12 10 +2 11
8 Frosinone 6 2 3 1 9 8 +1 9
9 Sassuolo 6 3 0 3 11 12 -1 9
10 Torino 6 2 2 2 6 7 -1 8
11 Genoa 6 2 1 3 8 9 -1 7
12 Lazio 6 2 1 3 7 8 -1 7
13 Bologna 6 1 4 1 3 4 -1 7
14 Verona 6 2 1 3 4 6 -2 7
15 Monza 6 1 3 2 4 7 -3 6
16 Roma 6 1 2 3 13 11 +2 5
17 Salernitana 6 0 3 3 4 10 -6 3
18 Udinese 6 0 3 3 2 10 -8 3
19 Empoli 6 1 0 5 1 13 -12 3
20 Cagliari 6 0 2 4 2 9 -7 2
Athugasemdir
banner
banner
banner