Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   þri 28. maí 2024 08:55
Elvar Geir Magnússon
Orri orðaður við Evrópudeildarmeistarana
Gasperini er að hugsa um Orra.
Gasperini er að hugsa um Orra.
Mynd: La Gazzetta dello Sport
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
La Gazzetta dello Sport, hið heimsfræga ítalska blað sem er prentað á bleika pappírinn, segir að Atalanta vilji fá íslenska landsliðssóknarmanninn Orra Stein Óskarsson í sínar raðir.

í blaðinu má sjá samsetta mynd þar sem Gian Piero Gasperini, stjóri Atalanta, er að hugsa um Orra. Gasperini stýrði Atalanta til sigurs í Evrópudeildinni í síðustu viku þegar liðið lagði Bayer Leverkusen í úrslitaleik.

Orri, sem er 19 ára, hefur verið frábær á lokakafla tímabilsins í Danmörku, skoraði sex mörk í níu leikjum fyrir FC Kaupmannahöfn og greip tækifærið með báðum höndum eftir að hafa mikið verið notaður sem varamaður fyrr á tímabilinu.

Gianlucca Scamacca er fyrsti kostur í fremstu víglínu hjá Atalanta en félagið er á leið í Meistaradeildina á næsta tímabili og vill auka breiddina sóknarlega.

Samningur Orra við FCK rennur út sumarið 2025 svo félagið gæti horft í að selja hann í þessum sumarglugga ef það er ekki framlenging í kortunum.

FCK hafnaði í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar og er á leið í umspil við Randers um sæti í Sambandsdeild Evrópu á næsta tímabili. Eftir jafntefli gegn Nordsjælland um liðna helgi gaf Orri ungum stuðningsmanni treyju sína, eins og sjá má hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner