Crystal Palace er búið að tryggja sér sæti í deildarkeppni Sambansdeildarinnar eftir markalaust jafntefli á útivelli gegn Fredrikstad í Noregi.
Palace mætti til leiks með sitt sterkasta byrjunarlið en átti með að skapa sér færi.
Leikurinn var nokkuð jafn þar sem Palace var hættulegra liðið en ekki tókst að koma boltanum í netið. Ensku bikarmeistararnir fara því áfram eftir 1-0 sigur í fyrri leiknum í London.
Guðmundur Þórarinsson og félagar í liði FC Noah eru einnig búnir að tryggja sér sæti í deildarkeppninni eftir sigur á heimavelli gegn Olimpija Ljubljana.
Gummi sat á bekknum og horfði á liðsfélaga sína vinna 3-2, eftir að hafa unnið fyrri leikinn stórt á útivelli í Slóveníu. Samanlagt 7-3 fyrir Noah.
Fredrikstad 0 - 0 Crystal Palace (0-1)
FC Noah 3 - 2 Olimpija Ljubljana (7-3)
1-0 H. Ferreira ('17)
2-0 Matheus Aias ('20)
2-1 A. Marin ('56, víti)
2-2 I. Durdov ('76)
3-2 H. Harutyunyan ('77)
Athugasemdir