Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 28. nóvember 2021 10:20
Aksentije Milisic
Mount: Sturlað að sjá nafnið mitt á Ballon d'Or listanum
Mynd: Getty Images
Mason Mount, leikmaður Chelsea, hefur sagt frá því að hann muni vera með svart bindi á Ballon d'Or athöfninni í París.

Miðjumaðurinn knái hjá Chelsea er á þrjátíu manna listanum en þessi 22 ára gamli leikmaður hjálpaði Chelsea að vinna Meistaradeild Evrópu og þá komst hann í úrslitaleik Evrópumótsins með Englandi.

„Að sjá nafnið mitt á meðal þessara nafna sem ég hef lengi litið upp til er sturlað. Sérstakleg Messi!" sagði Mount.

Mount var boltastrákur á Stamford Bridge árið 2012 þegar Lionel Messi og félagar tóku á móti Chelsea í Meistaradeildinni.

„Ég var boltastrákur þegar Chelsea og Barcelona mættust. Að sjá hann svona nálægt sér var stórkostlegt."

Mount mun vera í jakkafötum frá Versace á Ballon d'Or athöfninni en Mount segir að hann fái ekki mörg tækifæri til þess að klæðast jakkafötum.

„Ég get talið það á einni hendi hversu oft ég hef farið í jakkaföt á ævinni. Þetta er allt nýtt fyrir mig. Fótboltavöllurinn er mitt náttúrulega umhverfi."
Athugasemdir
banner
banner
banner