Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 28. nóvember 2021 19:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir það ekki passa að Rangnick hafi valið liðið
Ralf Rannick.
Ralf Rannick.
Mynd: EPA
Gary Neville, fyrrum varnarmaður Manchester United, talaði um það á Twitter fyrr í dag að hann væri á þeirri skoðun að Ralf Rangnick hefði valið lið United fyrir leikinn gegn Chelsea.

Byrjunarlið Man Utd vakti athygli. Það voru gerðar nokkrar breytingar frá leiknum gegn Villarreal þar sem liðið fór með sigur af hólmi. Stærst var það að Cristiano Ronaldo var settur á bekkinn.

Rangnick er að taka við liðinu. Enn er ekki búið að staðfesta ráðningu hans þar sem hann er að bíða eftir atvinnuleyfi á Englandi. Neville taldi samt að hann hafi valið liðið.

„Það er mikið af fólki að gagnrýna Carrick fyrir að velja ekki Ronaldo og setja saman þessa miðju. Ég hef á tilfinningunni að stjórinn sem er að koma inn hafi valið þetta lið. Þetta er mikil breyting frá leiknum í miðri viku og því sem þeir hafa verið að gera," sagði Neville.

Michael Carrick var spurður út í þetta í viðtali eftir leik, hvort þetta passaði.

„Það er ekki málið, nei," sagði Carrick og þvertók fyrir pælingar Neville.

Búist er við því að ráðningin á Rangnick verði staðfest í vikunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner