Liverpool tók toppsætið í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu, þrátt fyrir að hafa tapað fyrir PSV Eindhoven, 3-2, í lokaumferðinni í kvöld. Manchester City er þá komið áfram í umspil eftir að hafa snúið taflinu við gegn Club Brugge og unnið 3-1 á Etihad-leikvanginum.
Liverpool-liðið var búið að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslit fyrir lokaumferðina.
Arne Slot sagði á blaðamannafundi að það skipti engu máli hvort liðið myndi enda í fyrsta eða öðru sæti og gerði hann því talsverðar breytingar á byrjunarliðinu.
Federico Chiesa var líflegur í liðinu og fiskaði meðal annars vítaspyrnu sem Cody Gakpo skoraði úr gegn sínum gömlu félögum í PSV.
Varnarleikur Liverpool var agalegur í jöfnunarmarkinu sem Johan Bakayoko skoraði. Hann fíflaði alla upp úr skónum með því að hóta skoti áður en hann setti boltann í netið.
Harvey Elliott skoraði gott mark stuttu síðar en aftur svaraði PSV með umdeildu marki þar sem dómarinn var fyrir Wataru Endo, sem var síðan tekinn niður af leikmanni PSV, en ekkert dæmt.
Ricardo Pepi skoraði þriðja markið eftir slakan varnarleik Liverpool og þar við sat.
Hinn 18 ára gamli Amara Nallo spilaði sinn fyrsta leik með aðalliði Liverpool í kvöld en hefði sennilega getað óskað sér betri innkomu því fimm mínútum síðar fékk hann að líta beint rautt spjald fyrir að taka niður sóknarmann PSV.
Þessi úrslit komu ekki að sök fyrir Liverpool þar sem Barcelona gerði 2-2 jafntefli við Atalanta. Liverpool tekur því toppsætið með 21 stig en Barcelona í öðru sæti með 19 stig.
Arsenal og Aston Villa fara beint í 16-liða úrslitin. Morgan Rogers skoraði þrennu og Ollie Watkins eitt í 4-2 sigri Villa á Celtic og tryggði þar 8. sæti deildarinnar á meðan Arsenal vann Girona, 2-1, á Spáni.
Arsenal lenti undir á 28. mínútu er Arnaut Danjuma skoraði, en Jorginho jafnaði úr vítaspyrnu tíu mínútum síðar og þá gerði hinn 17 ára gamli Ethan Nwaneri sigurmarkið áður en hálfleikurinn var úti.
Raheem Sterling fékk gullið tækifæri til að komast á blað þegar hann fór á punktinn seint í uppbótartíma en klikkaði á vítinu.
Arsenal tókst samt að landa sigrinum og tekur 3. sæti deildarinnar.
Man City þurfti á meðan að hafa fyrir hlutunum er Club Brugge heimsótti liðið á Etihad.
Gestirnir í Club Brugge komust í forystu undir lok hálfleiksins með marki Raphael Onyedika.
Andrúmsloftið eflaust verið þungt í búningsklefa City í hálfleik því liðið vissi það að tap eða jafntefli myndi þýða það að liðið væri úr leik.
Ræða Pep Guardiola hefur kveikt í mönnum því í síðari hálfleiknum komst Man City í 2-1 forystu á níu mínútum. Mateo Kovacic jafnaði og var annað markið sjálfsmark frá Joel Ordonez.
Brasilíski vængmaðurinn Savinho gulltryggði umspilið með marki tæpum stundarfjórðungi fyrir leikslok. Góð endurkoma hjá Man City sem mun fá stórleik gegn Bayern München eða Real Madrid í umspilinu.
Hákon Arnar Haraldsson var á bekknum hjá Lille en kom við sögu í síðari hálfleiknum. Hann kom að fimmta marki liðsins og var það upphaflega skráð á hann, en síðar breytt í sjálfsmark.
Engu að síður flott innkoma hjá Skagamanninum og Lille komið í 16-liða úrslitin.
Þessi lið fara beint í 16-liða úrslit: Liverpool, Barcelona, Arsenal, Inter, Atlético, Bayer Leverkusen, Lille og Aston Villa.
Real Madrid vann öruggan 3-0 sigur á Brest. Rodrygo skoraði tvö og Jude Bellingham eitt. Madrídingar hafna í 11. sætinu og fara í umspil ásamt Bayern München sem vann 3-1 sigur á Slovan Bratislava.
Umspilinu er skipt í hópa og eru alls sextán lið sem taka þátt í því, en um tveggja leika rimmur er að ræða.
Á föstudag verður dregið í hópunum og kemur þar betur í ljós hvaða lið mætast.
Liverpool og Barcelona geta mætt Benfica, Brest, Mónakó eða PSG.
Aston Villa og Lille geta mætt Atalanta, Borussia Dortmund, Club Brugge eða Sporting.
Atlético og Bayer Leverkusen geta mætt Bayern München, Celtic, Manchester City eða Real Madrid.
Arsenal og Inter geta mætt Feyenoord, Juventus, Milan eða PSV.
Úrslit og markaskorarar:
Aston Villa 4 - 2 Celtic
1-0 Morgan Rogers ('3 )
2-0 Morgan Rogers ('5 )
2-1 Adam Idah ('36 )
2-2 Adam Idah ('38 )
3-2 Ollie Watkins ('60 )
3-2 Ollie Watkins ('67 , Misnotað víti)
4-2 Morgan Rogers ('90 )
Barcelona 2 - 2 Atalanta
1-0 Lamine Yamal ('47 )
1-1 Ederson ('67 )
2-1 Ronald Araujo ('72 )
2-2 Mario Pasalic ('79 )
Bayer 2 - 0 Sparta Praha
1-0 Florian Wirtz ('32 )
2-0 Nathan Tella ('64 )
Borussia D. 3 - 1 Shakhtar D
1-0 Serhou Guirassy ('17 )
2-0 Serhou Guirassy ('44 )
2-1 Marlon Gomes ('50 )
3-1 Ramy Bensebaini ('79 )
Brest 0 - 3 Real Madrid
0-1 Rodrygo ('27 )
0-2 Jude Bellingham ('56 )
0-3 Rodrygo ('78 )
Dinamo Zagreb 2 - 1 Milan
1-0 Martin Baturina ('19 )
1-1 Christian Pulisic ('53 )
2-1 Marko Pjaca ('60 )
Rautt spjald: Yunus Musah, Milan ('39)
Bayern 3 - 1 Slovan
1-0 Thomas Muller ('8 )
2-0 Harry Kane ('63 )
3-0 Kingsley Coman ('84 )
3-1 Marko Tolic ('90 )
Salzburg 1 - 4 Atletico Madrid
0-1 Giuliano Simeone ('5 )
0-2 Antoine Griezmann ('13 )
0-3 Antoine Griezmann ('45 )
0-4 Marcos Llorente ('63 )
1-4 Adam Daghim ('90 )
Girona 1 - 2 Arsenal
1-0 Arnaut Danjuma ('28 )
1-1 Jorginho ('38 , víti)
1-2 Ethan Nwaneri ('42 )
1-2 Raheem Sterling ('90 , Misnotað víti)
Inter 3 - 0 Monaco
1-0 Lautaro Martinez ('4 , víti)
2-0 Lautaro Martinez ('16 )
3-0 Lautaro Martinez ('67 )
Rautt spjald: Christian Mawissa, Monaco ('12)
Juventus 0 - 2 Benfica
0-1 Vangelis Pavlidis ('16 )
0-2 Orkun Kokcu ('80 )
Lille 6 - 1 Feyenoord
1-0 Osame Sahraoui ('4 )
1-1 Santiago Gimenez ('14 )
2-1 Gernot Trauner ('38 , sjálfsmark)
3-1 Angel Gomes ('57 )
4-1 Jonathan David ('74 )
5-1 Gernot Trauner ('76 , sjálfsmark)
6-1 Remy Cabella ('80 )
Manchester City 3 - 1 Club Brugge
0-1 Raphael Onyedika ('45 )
1-1 Mateo Kovacic ('53 )
2-1 Joel Ordonez ('62 , sjálfsmark)
3-1 Savinho ('77 )
PSV 3 - 2 Liverpool
0-1 Cody Gakpo ('28 , víti)
1-1 Johan Bakayoko ('35 )
1-2 Harvey Elliott ('40 )
2-2 Ismael Saibari ('45 )
3-2 Ismael Saibari ('45 )
Rautt spjald: Amara Nallo, Liverpool ('87)
Sturm 1 - 0 RB Leipzig
1-0 Arjan Malic ('42 )
Sporting 1 - 1 Bologna
0-1 Tommaso Pobega ('21 )
1-1 Conrad Harder ('77 )
Stuttgart 1 - 4 Paris Saint Germain
0-1 Bradley Barcola ('6 )
0-2 Ousmane Dembele ('17 )
0-3 Ousmane Dembele ('35 )
0-4 Ousmane Dembele ('54 )
1-4 Chris Fuhrich ('77 )
Young Boys 0 - 1 Crvena Zvezda
0-1 Guelor Kanga ('69 )

Stöðutaflan
Evrópa
Meistaradeildin

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 8 | 7 | 0 | 1 | 17 | 5 | +12 | 21 |
2 | Barcelona | 8 | 6 | 1 | 1 | 28 | 13 | +15 | 19 |
3 | Arsenal | 8 | 6 | 1 | 1 | 16 | 3 | +13 | 19 |
4 | Inter | 8 | 6 | 1 | 1 | 11 | 1 | +10 | 19 |
5 | Atletico Madrid | 8 | 6 | 0 | 2 | 20 | 12 | +8 | 18 |
6 | Leverkusen | 8 | 5 | 1 | 2 | 15 | 7 | +8 | 16 |
7 | Lille | 8 | 5 | 1 | 2 | 17 | 10 | +7 | 16 |
8 | Aston Villa | 8 | 5 | 1 | 2 | 13 | 6 | +7 | 16 |
9 | Atalanta | 8 | 4 | 3 | 1 | 20 | 6 | +14 | 15 |
10 | Dortmund | 8 | 5 | 0 | 3 | 22 | 12 | +10 | 15 |
11 | Bayern | 8 | 5 | 0 | 3 | 20 | 12 | +8 | 15 |
12 | Real Madrid | 8 | 5 | 0 | 3 | 20 | 12 | +8 | 15 |
13 | Milan | 8 | 5 | 0 | 3 | 14 | 11 | +3 | 15 |
14 | PSV | 8 | 4 | 2 | 2 | 16 | 12 | +4 | 14 |
15 | PSG | 8 | 4 | 1 | 3 | 14 | 9 | +5 | 13 |
16 | Benfica | 8 | 4 | 1 | 3 | 16 | 12 | +4 | 13 |
17 | Mónakó | 8 | 4 | 1 | 3 | 13 | 13 | 0 | 13 |
18 | Brest | 8 | 4 | 1 | 3 | 10 | 11 | -1 | 13 |
19 | Feyenoord | 8 | 4 | 1 | 3 | 18 | 21 | -3 | 13 |
20 | Juventus | 8 | 3 | 3 | 2 | 9 | 7 | +2 | 12 |
21 | Celtic | 8 | 3 | 3 | 2 | 13 | 14 | -1 | 12 |
22 | Man City | 8 | 3 | 2 | 3 | 18 | 14 | +4 | 11 |
23 | Sporting | 8 | 3 | 2 | 3 | 13 | 12 | +1 | 11 |
24 | Club Brugge | 8 | 3 | 2 | 3 | 7 | 11 | -4 | 11 |
25 | Dinamo Zagreb | 8 | 3 | 2 | 3 | 12 | 19 | -7 | 11 |
26 | Stuttgart | 8 | 3 | 1 | 4 | 13 | 17 | -4 | 10 |
27 | Shakhtar D | 8 | 2 | 1 | 5 | 8 | 16 | -8 | 7 |
28 | Bologna | 8 | 1 | 3 | 4 | 4 | 9 | -5 | 6 |
29 | Rauða stjarnan | 8 | 2 | 0 | 6 | 13 | 22 | -9 | 6 |
30 | Sturm | 8 | 2 | 0 | 6 | 5 | 14 | -9 | 6 |
31 | Sparta Prag | 8 | 1 | 1 | 6 | 7 | 21 | -14 | 4 |
32 | RB Leipzig | 8 | 1 | 0 | 7 | 8 | 15 | -7 | 3 |
33 | Girona | 8 | 1 | 0 | 7 | 5 | 13 | -8 | 3 |
34 | Salzburg | 8 | 1 | 0 | 7 | 5 | 27 | -22 | 3 |
35 | Slovan | 8 | 0 | 0 | 8 | 7 | 27 | -20 | 0 |
36 | Young Boys | 8 | 0 | 0 | 8 | 3 | 24 | -21 | 0 |
Athugasemdir